Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1966, Síða 37

Náttúrufræðingurinn - 1966, Síða 37
NÁTTÚ RU FRÆÐIN GURIN N 183 berum vettvangi, og meðal annars lýsti Bunsen því yfir í stórmerku þýzku vísindatímariti að von Waltershausen hafi gert tilraun til að hrinda sér ofan í hraungjótu við Heklu. Fyrstu tilraunir til gassöfnunnar í eldgíg, sem bera verulegan jákvæðan árangur voru gerðar af Day, Shepherd og Jaggar á Kilauea- dyngjunni á Hawaii. Aðstæður til gassöfnunar á þessurn stað voru sérlega hagstæðar, þar sem tveim veigamiklum skilvrðum til gas- söfnunar var fullnægt. I fyrsta lagi var hraunið í Halemaumau hrauntjörninni tiltölulega aðgengilegt svo að unnt var að flytja þangað hvers konar tæki og auðvelt að fylgjast með breytingum frá degi tif dags. í öðru lagi var hrauntjörnin kvik í mörg ár svo að nægur tími var tii að finna aðferðir, sem bezt hentuðu til gas- söfnunar á þessum stað. Af öðrum tilraunum, sem hafa borið einhvern jákvæðan árang- ur má nefna gassöfnun. I. Verhoogens í Nyamuragira og Tazieffs í Nyaragongo í Afríku. Þá hafa margar tilraunir verið gerðar til gassöfnunar á Stromboli af Tonani, Elskens og Tazieff. Fram til 1947 höfðu engar tilraunir verið gerðar til gassöfnunar í eldfjöllum í Atlantshafi, að frátöldum þeim sýnishornum, sem Bunsen tók við Heklu 1846 . Eftir Heklugosið 1947—48 voru gerðar nokkrar tilraunir til gassöfnunar, einkurn eftir að vart varð við útstreymi lofttegunda, sem söfnuðust fyrir í lautum og bollum eldri hrauna. Sauðfé og fuglar drukknuðu í þessum gaspollum og þurfti að afgirða nokkra hættulegustu staðina. í Öskjugosinu 1961 var gerður út leiðangur til gassöfnunar, en sá leiðangur komst aldrei lengra en til Akureyrar og snjóaði þar inni. Sumarið eftir var gerð ferð meðal annars í þeim tilgangi að ná lofttegundum úr hraunsprungum og gufuaugum. Þau sýnis- liorn, sem fengust, reyndust að mestu andrúmsloft lítillega mengað koldioxyði. Við upphaf Surtseyjargossins 1963 virtust ekki miklar líkur á því að takast mætti að ná lofttegundum til efnagreininga, en strax og gosið breyttist úr sprengjugosi yfir í hraungos voru gerðar til- raunir til að safna lofttegundum úr hrauninu. Fyrsta tilraunin var gerð i maí 1964. Sá staður, sem var valinn til gassöfnunar, var um 100 m suðaustur af gígnum. Reynt var að dæla lofttegundum upp úr hraunsprungu, þar sem sá í glóandi berg-

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.