Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1966, Side 47

Náttúrufræðingurinn - 1966, Side 47
NÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN 193 1. myncl. Hæð gosskýsins yfir Surtsey 1. desember 1963. — Fig 1. Height of top of the volcanic cloud at Surtsey on December lsl, 1963. Eldingar. Fyrstu mánuði gossins bar mikið á eldingum í gosmekkinum, eða allt þar til öskugosið hætti og hraungos tók við. Eldingablossarnir blöstu við frá Vestmannaeyjum og þaðan voru teknar af þeim margar góðar myndir. Fyrir kom að eldingarnar sáust einnig frá Reykjavík, og hefur þá hæð þeirra verið yfir 3,3 km. Útvarpstruflanir frá eldingunum voru áberandi í Vestmanna- eyjum og þeirra gætti einnig í Reykjavík. Skip, sem sigldu nálægt gosstöðvunum, áttu oft erfitt með að halda uppi loftskeytasam- bandi. Tilraun var gerð til að nota útvarpstruflanirnar til að telja eldingarnar bæði frá Reykjavík og frá Vestmannaeyjum án þess að öruggur árangur fengist. Enginn efi er þó á því, að slíka teljara má nota til að fylgjast með gangi kröftugra öskugosa, einkum ef liægt er að koma teljaranum fyrir nálægt gosstaðnnm. Mánuði el'tir að gosið hófst sigldi ég út til gosstöðvanna með varðskipinu Óðni. Fyrst í stað var gosið nokkuð slitrótt. Ljósleitir

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.