Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1934, Page 5

Náttúrufræðingurinn - 1934, Page 5
NÁTTÚRUFR. 115 á hreiðri vorið 1933, og nú hefir Ragnar Sigfinnsson á Grímsstöð- um við Mývatn sent Safninu ham af einni (kollu), sem hann skaut í misgripum fyrir gráönd (í skuggsýnu) 4. okt. síðastl. á Mývatni. Hyggur hann, að þær hafi þá verið þar tvær (hjón?), og að hann hafi áður séð skeiðönd á vatninu og jafnvel á hreiðri. Er ekki ólíklegt, að undanfarin hlýinda-ár hafi ýtt undir fuglinn, sem ann- ars er mjög tíður varpfugl á Norðurlöndum, með að nema hér land. B. Sæm. Mýrarnar tala. Margir hafa lesið söguna um tímavélina, eftir H. G. Wells, þessa undravél, er fara mátti í fram og aftur í tímann. Við skul- um nú, að gamni, bregða oss aftur í tímann nokkrar þúsundir ára í slíkri vél og athuga, hvað fyrir augun ber. Ég ætla að vera leiðsögumaður. — En við leggjum ekki af stað héðan, heldur frá einhverju héraði í Mið-Svíþjóð, þar hefi ég nefnilega farið þessa ferð alloft áður og þekki mig vel. Við höldum nú af stað. Tímamælirinn sýnir 1000 e. Kr., 1000 f. Kr., 4000 f. Kr., 8000 f. Kr. Hér stígum við úr vélinni og höldum ei lengra í þetta skipti. Hér er alleinkennilegt umhorfs. Það er engu líkara en við værum komin til Svalbarða eða Græn- lands. Við stöndum á lítilli eyju, allt í kringum okkur sjást eyjar og sker. í norðurátt, aðeins nokkrum kílómetrum fyrir norðan okkur, sjáum við ísrönd, er teygir sig í austur og vestur svo langt sem augað eygir. Stórir ísjakar synda á milli eyjanna og skerj- anna. Það var lán, að við ókum eigi lengra. Hefðum við ekið nokkrum þúsund árum lengra aftur í tímann, hefði hér verið um- horfs líkt og nú er inni á miðjum Grænlandsjöklum. En síðustu áraþúsundir hefir hinn feykilegi ísskjöldur, er á sínum tíma þakti alla Norður-Evrópu, allt af verið að minnka. ísröndin, er eitt sinn lá suður í Norður-Þýzkalandi, er nú komin hér upp í Mið-Svíþjóð, og færist nú norður á við um hundrað metra á ári. Við erum hér í ísaldarlokin. Heldur er hér ömurlegt. Loftslagið er kalt, naprir vindar næða frá ísbreiðunum í norðri, en loftið er þunnt og heiðríkjur miklar. Gróðurinn er líkastur þeim, er nú er hér á íslandi. Stærri tré eru enn engin, en fjalldrapi og víðir hér og þar, og á stöku stað sjást barkarteinungar. Af blómum þekkjum við þegar holtasóleyjuna, vinnan okkar frá börðunum heima. 8*

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.