Náttúrufræðingurinn - 1934, Blaðsíða 11
NÁTTÚRUFR.
121
um í glösin, sem eru nákvæmlega merkt og númeruð, svo að eigi
ruglist. Þessi sýnishorn förum við með heim á vinnustofu. Og
nú byrjar frjógreiningin. Við tökum svolítið af hverju sýnis-
horni og sjóðum það í kalílút eða flússýru, ef sandur er í því, því að
flússýran leysir upp sandinn. Við setjum svo dropa af þessum
graut á glerplötu, setjum glyserín saman við, til þess að
verja þornun, á meðan á frjógreiningunni stendur, setjum
þunna glerplötu ofan á, og skoðum svo í smásjá, venjulega
með þrjú hundruð til fimm hundruð faldri stækkun. Hér
ber margt fyrir auga, hlutar af mosablöðum, rótarhárum,
mosa og burknagróum, kísilpörungum o. s. frv., en á milli allra
þessara agna sjáum við aðrar sérkennilegar agnir eða hluti með
ákveðinni lögun, suma lauflaga, aðra líkasta kringlum, suma þrí-
hyrnda, aðra fimmhyrnda o. s. frv. Þessar agnir eru frjókorn og
flest frjókorn ýmsra trjátegunda. Og frjógreiningin byggist nú
á því, að hægt er í smásjánni að þekkja í sundur frjó mismun-
andi trjátegunda. Við teljum nú öll frjókorn, er við sjáum af
hverri tegund, þar til við höfum náð ákveðinni tölu, þó ekki færri
en hundrað, og reiknum síðan út, hversu mörg prósent eru hverr-
ar tegundar.
Tökum til dæmis sýnishorn úr neðsta mólaginu. Þar telj-
um við 111 trjáfrjó. Þar af tilheyra 50 furu, 38 björk, 8 víði,
3 elri, 1 eik og 11 heslirunna. Hér verða þá 50% furufrjó, 38
barkafrjó o. s. frv. Heslifrjóin eru af ástæðum, sem hér er ei
tími til að skýra, eigi reiknuð í hundraðstölunni. Þetta þýðir, að
í þann tíð, er vindurinn feykti þessu frjódufti niður í mýrina úr
skógunum í kring, voru hlutföllin milli hinna ýmsu trjátegunda
í þessum skógum nær hin sömu og milli frjókornanna í „prepa-
ratinu“, furan aðal skógatréð, eða um helmingur skógarins, mikið
af björk, talsverður slæðingur af víði, og svolítið af hinum trjánum.
Við skoðum annað sýnishorn nokkru ofar. Þar teljum við
af 100 trjáfrjóum 30 furufrjó, 28 tilheyra björk, 23 elri, 9 eik, 7
linditré og 3 álmi, auk þess finnum við 36 heslifrjó. Hvað hefir
gerzt? Jú, tala hinna suðrænni trjáa hefir sýnilega aukizt á
kostnað furunnar og birkisins. Veðráttan er hlý, hlýrri en nú á
dögum, því ef við tækjum sýnishorn í yfirborði mýranna á þess-
um slóðum og frjógreindum, myndum við eigi fá svo mörg pró-
sent hinna suðlægari trjáa.
Við frjógreinum nú sýnishorn neðst úr ljósa laginu, er ég
nefndi áðan. Þar finnum við meðal annars 12 prócent grenifrjó-
korn. Undir ljósa laginu leituðum við árangurslaust að slíkum.