Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1934, Page 18

Náttúrufræðingurinn - 1934, Page 18
128 NÁTTÚRUFR. Hrafnsönd (Melanitta n. nigra). Merkt fullorðin á hreiðr; hjá Grímsstöðum við Mývatn þ. 3. júní 1933. Fannst dauð sama staðar þ. 10. júlí 1934. Hrafnsönd (Melanitta n. nigra), sem var merkt á hreiðri hjá Grímsstöðum við Mývatn þ. 11. júní 1934, náðist tvisvar aft- ur samsumars og var sleppt. í fyrra sinnið kom hún í silunga- net hjá Garði þ. 1. ágúst, í síðara skiptið þ. 11. október var hún tekin heima hjá sér, á Grímsstöðum, og var þá illa fleyg og all- hrakin. Var henni sleppt í þeirri von, að hún mundi ná sér eftir þessar svaðilfarir, áður en veturinn legðist að. S k ú f ö n d (Nyroca fuligula). Merkt á Grímsstöðum við Mý- vatn þ. 2. júlí 1932, var hún þá ungi. Fannst dauð sama staðar þ. 15. september 1934. Þá eru enn ótaldar sex endur, sem allar voru merktar á eggj- um á Grímsstöðum við Mývatn, sumarið 1933, og voru allar tekn- ar öðru sinni á hreiðrum, á sömu slóðum, sumarið 1934. Þær voru þessar: Tvær Hrafnsendur (Melanitta n. nigra), merktar (3/34 og 3/168) dagana 9. júní og 19. júní 1933. Teknar öðru sinni dag- ana 18. júní og 28. júní 1934. Hávella (Clangula hyemalis). MerJct (4/171) þ. 27. júni 1933. Tekin öðru sinni þ. 23. júní 1934. Duggönd (Nyroca m. marila). Merkt (4/168) þ. 27. júní 1933. Tekin öðru sinni þ. 23. júní 1934. S k ú f ön d (Nyroca fuligula). MerJct (4/170) þ. 27. júní 1933. Tekin öðru sinni þ. 28. júní 1934. Toppönd (Mergus serrator). MerJct (3/167) þ, 19. júní 1933. Tekin öðru sinni þ. 28. júní 1934. M. B. Nokkrar jarðvegsathuganir. Eftir Henning Muus og Hákon Bjarnason. Vorið 1930 hlotnaðist okkur styrkur úr hinum íslenzka hluta Sáttmálasjóðs, og náttúrufræðadeild Menningarsjóðs til þess að ferðast um landið, skoða skógaleifar og athuga jarðveg í skógum og kjörrum. Margir hafa orðið til þess að greiða götu okkar á ýmsa lund, og þá einkum prófessorarnir, dr. phil A. Mentz og dr. phil. K. Rördam. Þáverandi forsætisráðherra, Tryggvi Þórhallsson, létti einnig undir með okkur og þeir efna-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.