Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1934, Page 26

Náttúrufræðingurinn - 1934, Page 26
136 NÁTTÚRUFR- Eðlilega detta stærstu og þyngstu kornin fyrst til jarðar, en því léttari og minni sem þau eru, því lengra þerast þau, og mörg þeirra berast langt út á haf. Það, sem bendir í þá átt, að fokjörð sé á íslandi, er til dæmis það, að jarðvegurinn er miklu sendnari og grófari í sér uppi við hálendisbrúnirnar heldur en niðri í sveitum, og hann verður æ leirkenndari því lengra sem dregur frá hálendinu. Að öskulög þau, sem finnast víða í jarðvegi á íslandi, liggja í sömu dýpt í jarðveginum á stórum svæðum, er varla mögulegt að skýra á annan hátt en þann, að þau liggi í fokjörð. Því nær sem dregur hálendinu, því dýpra liggja lögin venjulega undir yfirborði jarð- ar, vegna þess, að þar berst skjótast sandur ofan á þau. Svo er aðeins eftir að drepa á eitt dæmi, sem sýnir greinilega, að fok- jarðarmyndun á sér ennþá stað á íslandi, svo framarlega sem sú sögusögn er rétt, sem okkur hefir verið tjáð. Það er sagt, að öskulag það, sem kom úr Dyngjufjöllum árið 1875 og féll yfir Múlasýslurnar, sé nú að meðaltali 5-6 cm. undir yfirborði jarðar1). Sé þetta rétt, þá hefir jarðvegurinn hækkað um þessa fáu cm. á 55 árum. Að hitt eigi sér stað, að öskulögin sígi ofan í jörðina með vatni eða á annan hátt, er lítt hugsanlegt. Það mun óhætt að fullyrða, að mestallur jarðvegur á ís- landi sé fokjörð, að mýrunum undanskildum. Fokjörð verður að að teljast með því, sem nefnt er „löss“ á erlendum málum, því að aðalskýringin á lössjarðvegi er, eins og áður er sagt, að hann hafi myndazt á þann hátt, að vindar hafi borið jarðvegsefnið að í loftinu og lagt aftur frá sér á „löss“-svæðunum (aeolische Ablagerungen). Samkvæmt þessari skýringu á „löss“-jarðvegi verður varla hjá því komist að það sé „löss“-jarðvegur á Islandi eða fokjörð, eins og við munum nefna íslenzkan jarðveg í því, sem á eftir fer. Síðar verður ofurlítið vikið að því, á hvern hátt þessi fokjörð sé frábrugðin þeim lössjarðvegi, sem venjulega er átt við, þegar talað er um „löss“ almennt. Öll þau sýnishorn, sem við höfum fengið rannsökuð eða rann- sakað sjálfir, eru úr skóga-, holta- eða móajarðvegi, en ekkert þeirra snertir mýrarnar að neinu ráði. Flest þeirra eru af Norð- urlandi, einkum úr Suður-Þingeyjarsýslu. Um leið og þau voru tekin úr efstu 25—30 cm. jarðvegsins var grafið dýpra niður, og svolítil lýsing fylgir hverju þeirra. Fer það hér á eftir. 1) Síðar höfum við fengið tækifæri til þess að rannsaka þetta nánar og komizt að raun um, að þessi sögusögn er rétt.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.