Náttúrufræðingurinn - 1934, Síða 34
144
NÁTTÚRUFR.
ccm 0,1 n HCl ccm 0,1 n NaOH
------------nr. 13.
—nr. 16.
------------ Titrationslinurit humus-snauðs, fínt sendins jarðvegs (eftir Arrhenius).
............ Titrationslínurit úr löss-jarðvegi við Reihnpfalz (Blanck).
»Viðspymuafh ýmissa jarðvegssýnishorna.
Línuritin sýna breytingu sýrumagnsins, er bætt var 1, 5 og
10 cm3 af 0,1 n. saltsýru og natríumhydroxydi í jarðveginn. Bæði
íslenzku sýnishornin hafa álíka mikið kalk, en nr. 13 hefir tölu-
vert meira humusinnihald en nr. 16. (Glæðitap 6,5 og 12,7). —
3. línuritið er af útlendum jarðvegi og nær ekki lengra en 1 cm3
til beggja handa. Er það til þess að sýna, hve humussnauður jarð-
vegur breytir sýrumagni sínu fljótt. — 4. línuritið sýnir breytingu
sýrumagns í því, sem vanalegt er að tákna sem lössjarðveg. Hefir
hann mikið mótstöðuafl gegn sýru, en lítið á móti basa, því að hér
er það aðallega kalk í kolsúrum samböndum, sem hindra sýringuna.
Það er varla hlaupið að því að skýra, hvernig á því stendur,
að íslenzkur jarðvegur inniheldur svo mikið af humusefnum. En
það er ekki ósennilegt, að gerlagróður jarðvegsins sé svo hægfara
vegna ónógs sumarhita, að hann nái ekki að brjóta hin lífrænu
efni nægilega ótt niður. Meðan þau eru í jarðveginum, hefir hann
þó þann kost, að lítil hætta er á, að hann verði súr um of, en það
hefir líka þann ókost, að erfitt er að breyta sýrumagninu, þar sem
það þó gæti verið æskilegt.
Sýrumagn jarðvegsins hefir mikil áhrif á uppskeruna, og
flestar ræktaðar jurtir gefa beztan arð við ákveðið sýrumagn. Ef
það hentar þeim ekki fyllilega, kippir strax úr vexti og þeim er
hættara við allskonar sjúkdómum. Yfirleitt hefir óvirkur jarðveg-
ur verið álitinn flestum plöntum mjög heppilegur, en slíkt er
varla rétt. Ymsar eru þær nytjajurtir, sem bregða út af þessu,