Náttúrufræðingurinn - 1934, Qupperneq 42
152
NÁTTÚRUFR.
ur, heldur einnig heilsuhæli fyrir dýr. Að hvaða gagni þetta getur
komið, ekki sízt þegar um verðmæt dýr er að ræða, eins og t. d.
kynbótadýr eða veðhlaupahesta, er öllum auðsætt. Eigendur hafa
einnig reynt það, að lyf þau, sem ætluð eru til heilsubóta gigt-
veikum dýrum, og allsstaðar er hægt að kaupa nú á dögum, koma
að litlu gagni. Vöðvar eða sinar, sem farið er að grafa í, læknast
lítt við aðgerð þessara lyfja. Oft vill það reynast þannig, að þó að
dýrin komist yfir sjúkdóminn, verða þau stirð í liðamótunum alla
æfi og aldrei til þeirra nota, sem þau voru áður, á meðan þau voru
heil heilsu. Oft geta hin sjúku dýr verið mikils virði fyrir eigand-
Stœrsti sjúklingurinn, sem nú er á heilsuhœlinu í Bad Pistyan, er reiðhest-
ur, sem tilheyrir hestamunnafélaginu í Pistyan. Hann er slœmur í fœti.
Fóturinn er baðaður i mútulega stórum trédalli.
ann, t. d. ef um veðhlaupahesta er að ræða, og tjón það, sem honumt
bakast við sjúkdóm þeirra eða fráfall, er þá oft og einatt öldungis
ómetanlegt.
Víða á jörðinni hefir náttúran skapað heilsulindir, sem bót
við mörgum meinum á dýrum og mönnum. Oft verða þá þau dýr,
sem lifa frjálsu lífi úti í náttúrunni, til þess að benda mönnunum
á lækningagildi slíkra linda. Egiptalands-drottningarnar til forna
höfðu tekið eftir því, hversu fallegir og hraustir þeir hestar voru,
sem héldu sig á Nílarbökkum, og átu þar meira eða minna af leir
og leðju með fæðu sinni. Einnig vakti það athygli þeirra, að hest-
ar, sem þar höfðu verið á beit um hríð, urðu heilir heilsu, ef þeir
voru sjúkir, þegar þá bar þar að, og feldur þeirra varð gljáandí