Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1934, Side 46

Náttúrufræðingurinn - 1934, Side 46
156 NÁTTÚRUFR. smátt langa og krókótta ganga, sem ýmist liggja í berkinum, milli barkar og viðar eða inni í viðnum, eftir því um hvaða trjábukks- tegund er að ræða. Lirfurnar eta sér leið eftir trénu. Hinn nagaði og melti trjásalli hrynur í fyrstu út úr holunni, en hleðst síðan. bak við lirfuna, sem þá er innilukt á alla vegu. Lirfurnar eru í sífelldu myrkri og húð þeirra því fölleit og veikbyggð. Fremur eru lirfurnar stórvaxnar, gildar, nokkuð flat- vaxnar og þéttar viðkomu. Höfuðið er hart og hornkennt, oft mó- leitt að lit og getur að mestu dregist inn í fyrsta frambolslið, sem er langþroskaðasti líkamsliðurinn. Bitkrókarnir eru hvassir og sterkir, en ýmislega lagaðir, eftir því á hvaða plöntuefni þeim er ætlað að vinna. Fálmararnir eru mjög stuttir og veikbyggðir og aðeins þrí- liða, og stingur það mjög í stúf við fálmara hinna fullvöxnu trjá- bukka. Augu annaðhvort vantar eða eru ósamsett og veigalítil. Á sjö fyrstu afturbolsliðunum eru bæði á baki og kviði smávört- ur, mismunandi eftir tegundum. Með þeim ýta lirfurnar sér áfram í hinum þröngu, sívölu trjágöngum. Þegar lirfan hefir náð fullri stærð líður að því, að hún púpi sig. Grefur hún sér þá rúmgott ból og býr um sig í trjásalla. Þar liggur hún í dvala, innilukt í púpuhýði1 2) yfir veturinn. Þegar vorar á ný, rifnar púpuhýðið og fullvaxin trjábukkur brýtzt út-). Hann grefur sér göng gegnum trjábörkinn og flýgur út í sól og sumar til þess að njóta lífsins eins og foreldrar hans og forfeður höfðu gert á undan honum. Eins og sagt hefir verið hér að framan, velja trjábukkarnir einkum fellda trjáboli fyrir vöggu handa afkvæmum sínum. Þessir trjábolir eru tíðum fluttir langar leiðir og seldir sem efniviður til húsagerðar og annara nota3). Þannig flytjast trjábukkarnir í fjarlæg héruð og til annara landa. Á þennan hátt hafa nokkrar trjábukkategundir borizt til ís- lands á síðustu tímum. Þessir suðrænu sumargestir munu þó ekki geta ílenzt hér vegna skógleysis og óhagstæðrar veðráttu. Hér á landi hafa fundizt sex trjábukkategundir. Þær teljast allar til trjábukkaættarinnar (Cerambycidae), en skiptast í fimm ættkvíslir, sem má aðgreina þannig: 1) Púpan er auðþekkt á hinum löngu fálmurum. 2) Sumar trjábukkateg. nota þó lengri tíma — tvö ár eða meir — til þróunarinnar. 3) Trjábukkarnir valda oft allmiklum skemmdum á trjávið.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.