Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1934, Síða 52

Náttúrufræðingurinn - 1934, Síða 52
NÁTTÚRUFR. 162 eggjunum úr hreiðrinu — oftast þegar kollan er ekki við — og- aldrei nema einu í senn, en gengur að öðru leyti um allt eins og ,,séntelmaður“! Hvítmáfurinn beitir alveg sömu aðferð og kjóinn á þessu sviði. En oft er gaman að horfa á máfinn, þegar hann er við ann- an veiðiskap, t. d. þegar hann er að brjóta kuðunga og skeljar. Hann flýgur með þær hátt í loft upp og lætur þær síðan detta of- an á kletta eða hleinar, svo þær brotni og hann eigi hægra með að komast að innihaldinu. Oft má hann endurtaka tilraunina áð- ur en hún tekst. Svartbakurinn er stærstur þessara fugla og mestur fyrir sér,enda má hann teljast með allra illvígustu og gráðugustu,,rán- fuglum“. Aðferð hans við eggjaránið er svipuð og kjóansog máfs- ins, en hann mun tæplega vera eins gráðugur í eggin. En hann heldur sig þá í þess stað betur að hernaðinum. Björn í Kvískerj- um segir: „Veiðibjallan étur líka skúminn og unga hans, er hún sér færi á, en venjulega heldur annað hjónanna fuglinum, með- an hitt rífur hann í sundur. Sömu aðferð munu máfarnir hafa,. þegar þeir drepa lömb“. Það kann að vera, að þetta sé rétt lýsing á aðferð svartbaks- ins (veiðibjöllunnar), þegar hann drepur skúminn, en aldrei hefi ég þó séð hann beita slíkri aðferð við fugladrápið. Svartbakurinn er ákaflega gráðugur í æðarunga. Meðan þeir eru litlir, tínir hann þá upp af sjónum og gleypir þá heila. Móðirin reynir að vísu að verja þá eftir megni, en það kemur oftast að engu haldi. En þegar þeir stækka, beitir hann þeirri aðferð, að^ hann mæðir þá á sundinu. Hann leggur í fyrstu ofan að þeim, svo að þeir stinga sér, sveimar svo stöðugt yfir þeim og slær þá eða heggur til þeirra í hvert skipti, sem þeir koma upp. Þannig gerir hann þá uppgefna. Og þegar svo er komið, tekur hann þá í nefið og hengir þá eða kæfir; fleytir þeim síðan að landi og matast þar.. Fullorðinn æðarfugl drepur svartbakurinn ekki nema í harðind- um. Lundinn fær líka stundum að verða fyrir barðinu á honumr en erfiðlega mun honum oft ganga að ráða niðurlögum hans. Ég hefi oft horft á svartbakinn að þessari iðju, en aldrei séð- nema einn ráðast að bráðinni; safnast oft fleiri að og vilja gæða sér á krásinni. Svartbakurinn drepur líka unglömb, og má vel vera, að þeir séu fleiri saman að því. Ég hefi aldrei verið sjónarvottur að þeim sláturstörfum. Krían er ekki ,,ránfugl“ og veiðir ekki fugla sér til matar, en

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.