Náttúrufræðingurinn - 1934, Page 59
NÁTTÚRUFR.
169
C. HELSINGJA-ÆTTKVÍSLIN (BRANTA, SCOPOLI).
8. tegund.
Margæs, Branta bernicla bernicla (L).
(Eftir T. A. Coward: The Birds of the British Isles.)
Samnefni: Anas bernicla L, Anser bernicla (L), Anser torquatus
(Frisch), Anser brenta Pallas, Bernicla brenta (Pallas), Bernicla torquata
(Frisch).
(A Norðurlandamálum: Knortegaas, Gaul, Prutgás; ensku: Brent Goose;
þýzku: Ringelgans.)
Lýsing: Höfuð og háls niður á bringu og herðar sótsvart,
ofarlega á hálsinum, sinn hvoru megin, eru tveir hvítir blettir, sem
stundum ná nærri saman að framanverðu. Sýnist því oft tilsýnd-
ar eins og þessi gæs sé með hvítan hring um hálsinn, ef til vill er
nafnið helsingi dregið af þessu. Að aftanverðu ná blettirnir aldrei
saman. Á herðum og baki er liturinn dökkgrár með móleitum blæ,
því bakþökurnar eru með móleitum jöðrum. Bringan, síðurnar,
lærin og kviðurinn framanverður er mógrátt og virðist vera með
ljósleitum þverrákum, vegna þess, að fiðrið þar er með ljósgráum
jöðrum. Aftari hluti kviðarins er snjóhvítur og stélþökurnar, bæði
að ofan og neðan, eru hvítar og jafnlangar stélfjöðrunum, sem
þökurnar hylja að mestu og sér því ekki í stélfjaðrirnar nema þær
yztu, sitt hvoru megin. Stélfjaðrirnar, 16—18 að tölu, eru svartar.
Vængirnir eru mósvartir, flugfjaðrirnar allar svartar, en væng-
þökurnar eru með ljósmóleitum jöðrum. Nef og fætur svartir.