Náttúrufræðingurinn - 1934, Blaðsíða 62
172
NÁTTÚRUFR.
Helsingi, Branta leucopsis (Bechstein).
(Eftir T. A. Coward: The Birds of the British Isles.)
skörp litaskipti, einkum á bringunni. Frá nefinu er svört rák aftur
að augum. Bringan neðanverð og kviðurinn framanverður er mjög
ljósgrár, stundum nærri hvítur, en ætíð með daufum, gráleitum
þverrákum, síðurnar og lærin ljósgrá, allur aftari hluti búksins
að neðanverðu hvítur. Stélþökurnar eru hvítar, en stélfjaðrirnar
(14? (Alpheraky)) sjálfar svartar. Neðan á stélinu eru stélþök-
urnar allt að helmingi styttri, en að ofanverðu. Á baki, herðum,
og á vængjunum eru þökurnar áberandi ljósgráar, með all-breiðri,
svartri þverrák út til endanna, en allra yztu jaðrarnir á þeim eru
hvítir. Flugfjaðrirnar eru svartar. Að neðanverðu eru vængirnir
ljósgráir. Nefið er stutt og fremur hátt, svart á lit.1) Fæturnir
svartir. Augun dökkmóleit. Enginn sýnilegur kynferðis munur, en
steggurinn er að jafnaði stærri en kvengæsin, og er það algild
regla um gæsir yfirleitt. Þessi gæs er öll ljósari yfirlits en aðrar
frænkur hennar af þessari ættkvísl og meðal þeirra fegurstu.
Vekur hún því jafnan athygli, þar sem hún fer um héruð og er
frekar tekið eftir henni en öðrum helsingjum.
Vngir helsingjar eru gulleitir í andliti og freknóttir af svört-
um fjöðrum, sem eru hér og þar innan um hvíta fiðrið. Litirnir
eru yfirleitt óhreinni og litatakmörkin ógleggri. Á baki og herð-
um er fiðrið með dökkum, rauð-móleitum jöðrum, er fuglinn allur
1) „Tennur“ í efra skolti ekki færri en 30 (Alpheraky).