Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1934, Síða 65

Náttúrufræðingurinn - 1934, Síða 65
NÁTTÚRUFR. 175 eru þökurnar með svörtum jöðrum til endanna svo fiðrið sýnist þar vera með svörtum þverrákum. Nef og fætur eru svartir. Ungir rauðhelsingjar eru allir daufari á litinn. Þar sem full- orðnu gæsirnar eru svartar, eru þeir móleitari. Stóru, hvítjöðruðu blettirnir fyrir aftan augun, eru ekki eins rauðir, aðeins móleitir, á hálsi og bringunni ofanverðri, eru þeir grá-gulir. Stélfjaðrirnar eru með hvítum jöðrum í oddinn. Stærð rauðhelsingja er talin: Lengd: 510—570 mm, vængirr 350—370 mm, nefið: 24—27 mm, fótleggir: 51—56 mm, stéliðr 153—155 mm, stélfjaðrirnar 16 alls, „tennur“ í efra skolti ca.. 16 á hlið. Heimlcynni. Varpstöðvar rauðhelsingjanna eru taldar vera aðallega í Norðvestur-Síberíu, en aðallega þó meðfram stóránum Ob og Jenissej. Xetrarstöðvar þeirra eru sérstaklega sunnan Kaspíhafs, í Mesópótamíu og Persíu. Þó flakka þær að staðaldri suður og vestur á bóginn og eru ekki óalgengar í Egiftalandi á vetrum. Til Norðurálfunnar koma þær ekki ósjaldan og er jafnvel talið þær sé að staðaldri í Ungverjalandi að vetrinum. Er þessi gæs talin til hinna meiri flökkukinda. Hér á landi hefir þessi gæs sézt að minnsta kosti tvisvar, svO' vitað verði með vissu, norður í Skagafirði. Þá er hér með lokið lýsingu þeirra gæsategunda, sem vart hefir orðið hér á landi, eða eru hér að staðaldri. Svo sannanlegt sé að svo stöddu, verpa hér að staðaldri aðeins tvær tegundir, þ. e. grágæsin (Anser anser) og heiðagæsin (Anser brachyrhynchus). Þrjár aðrar hafa verið orðaðar við landið, en af þeim koma aðal- lega tvær til greina sem líklegar eru til þess að setjast hér að, þ. e. blesgæsin (Anser albifrons), sem sannanlega hefir orpið hér fyrir liðl. 100 árum og akurgæsin (Anser fabalis), sem líklegast er um að sé misskilningur erlendra fræðimanna, að hún hafi átt hér heima að staðaldri. Hitt gæti vel átt sér stað, að hún flæktist hing- að við og við. Þriðja tegundin, helsinginn (Branta leucopsis), er stundum af fræðimönnum talin eiga hér heima, en fyrir því er enginn fótur. Stafar þetta eflaust á misslcilningi á algengri mál- venju víða um land, að nefna allar gæsir, sem menn bera illa kennsl á, helsingja. Helsinginn er miklu norrænni fugl en svo, að nokkur líkindi sé til, að hann færi að setjast hér að í venjulegu árferði.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.