Náttúrufræðingurinn - 1934, Síða 74
184
NÁTTÚRUFR.
Sum hin síðari sumur virðist hafa verið óvenju margt um
marsvín hér við land, einkum sumarið 1929 í ísafjarðardjúpi og á
Húnaflóa, og jafnvel við Austfirði (út af Kambanesi). Á Patreks-
firði varð þeirra vart vorið 1932 og aftur síðast liðið sumar, en
náðust í hvorugt skiptið.
Mest ber á marsvíninu hér síðsumars og á haustin, samtímis
því að smokkfiskurinn er hér í fjörðum.
B. Sæm.
Rit og bækur.
B. Sæmundsson: Zoologiske Meddelelser fra Island, XIV.
Vidensk. Medd. etc. Bind. 97, Köbenhavn, 1933—34.
Um langa röð ára hefir dr. Bjarni Sæmundsson skrifað vís-
indalegar ritgerðir í danska tímaritið „Videnskabelige Meddelelser
fra dansk Naturhistorisk Forening i Köbenhavn". Þar hefir hann
meðal annars birt tvær langar og merkar ritgjörðir, þótt langt
sé nú umliðið, aðra um smáhveljur, en hina um burstaorma í höf-
um íslands. Auk þess margar ritgjörðir um fiska, fugla og fleira.
Síðastliðið ár kom 16. ritgjörðin, hún er um fuglaheim landsins,
og heitir: Nogle ornithologiske Icigttagelser og Oplysninger. Höf-
undurinn bætir þar við ýmsum fróðleik um 69 tegundir íslenzkra
fugla, og af þeim eru sumar tegundirnar ný-fundnar hér á landi,
þeirra hefir áður verið minnst í Náttúrufræðingnum. Bendir höf.
á ýmsar breytingar, sem orðið hafa á fuglalífi landsins á síðustu
20 árum.
Guðmundar Bárðarsonar, prófessors, minnst: í bók þeirri,
sem nefnd er að ofan (Vidensk. Medd. etc., Bd. 97), ritar danski
jarðfræðingurinn, dr. V. Nordmann, nokkur minningarorð um
Guðmund heitinn Bárðarson, og fylgir góð mynd. Er þar drepið
stuttlega á lífsferil hins látna, um leið og tilgreint er starf hans,
og ritgerðir þær, sem eftir hann liggja. Höf. endar minningarorðin
með því að láta í Ijós, að vísindin eigi G. G. B., Þorvaldi Thorodd-
sen og Helga Péturss mest að þakka þekkinguna á jarðfræði
íslands.
Árbók Ferðafélags íslands er að þessu sinni (1934) helguð
Þingeyjarsýslum. Bókina hafa skrifað þeir dr. Þorkell Jóhannes-
son og Steindór Steindórsson kennari. Mikil vandvirkni og ná-