Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1934, Page 78

Náttúrufræðingurinn - 1934, Page 78
188 NÁTTÚRUFK. málmbræðslu. Árið 1810 voru kol notuð í fyrsta skipti til eldsneytis í húsum. Það vakti þá mikla eftirtekt, þegar kveikt var upp í „kamínunni“ í hóteli nokkru í Philadelphia, og fólk streymdi þangað, til þess að sjá svörtu stein- ana brenna. Kínverjar þekktu áttavitann mörgum öldum fyrir fæðingu Krists. Til Evrópu kom fyrsti áttavitinn eitthvað í kringum 1300, fyrir þann tíma urðu sjómenn að stýra skipum sinum eftir sólinni á daginn, en stjörnunum á nóttinni. Þegar smásjáin var fundin upp, opnaðist nýr heimur, sem áður var með öllu óþekktur. Þýðing smásjárinnar fyrir menninguna verður varla að verð- leikum metin. Smám saman hefir smásjáin fullkomnast, eftir því sem tím- arnir hafa liðið og tæknin hefir aukist. Nú er hún orðin gersamlega ólík sinni fyrstu mynd. Sá fyrsti, sem fann upp smásjá, var eiginlega maður að nafni Zakarias Jansen, en faðir smásjárinnar er þó talinn Hollendingurinn Leuwenhoek (1632—1723), þvi að hann bjó til margar smásjár fyrstur manna, stækkunargler, sem þannig var fyrir komið í pípu, að þau gátu stækkað. Leuwenhoek gerði sjálfur margar merkar uppgötvanir með smásjánum sin- um, en þó er ekki hægt að segja að smásjáin yrði algengt verkfæri í höndum visindamanna fyrr en í byrjun 19. aldar. Á hinn bóginn eru stækkunargler miklu eldri. í fornöld var sykur að mestu leyti óþekktur. Að vísu þurfti þá eins og nú að gera ýmsan mat sætan, en til þess var notað hunang. Með kross- ferðamönnum barst reyrsykur í fyrsta skipti til Evrópu. En lengi fram eftir öldum var hann svo dýr, að hann var lítið notaður. Svo var byrjað að rækta sykurrófur í Ameríku, og við það varð sykur algeng nauðsynjavara um mikinn hluta heimsins. Á hinn bóginn leið langur tími áður en byrjað væri að rækt asykur í Evrópu. Það var fyrst reynt, þegar Napóleon einangr- aði meginland álfunnar. Enginn veit hversu lengi te hefir verið notað í sjálfu tedrykkjulandinu, Kína. í Japan var byrjað að drekka te kringum 800, en til Evrópu kom það ekki fyrr en miklu seinna. Árið 1610 fengu Hollendingar fyrstu sendinguna að austan, í skiptum fyrir aðrar vörur, og brátt fóru að ganga sögur af þeinr ágæta drykk, sem hafður væri um hönd í Austurlöndum. Nokkrir rússneskir ferðamenn náðu í dálítið af tei árið 1638, og borguðu með zóbel-skinnum, en í Rússlandi þótti drykkurinn svo góður, að hann ruddi sér óðara til rúms i Evrópu, eftir því sem samgöngurnar bötnuðu. Fyrst í stað var þó te mjög dýrt og sjaldgæft í Evrópu. Furstum og konungum þótti þá góð gjöf að fá einn pakka af tei.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.