Náttúrufræðingurinn - 1937, Page 15
NÁTTÚRUFRÆÐINGUIIINN 123
iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiniiiiiiit
Banan-lundur í Queenslandi (Ástralíu). Eftir Dreyer.
út um jörðina. Höggmyndir af bananplöntunni hafa fundizt i
Egyptalandi alltfrá dögum Faraónanna og einnig í Nineve í Mesó-
pótamíu. Bananinn er því æfagömul nytjajurt. Banönunum er
aðallega f jölgað með græðlingum og plantan vex svo fljótfc, að hún
getur orðið 8—10 m. á hæð ársgömul. Þetta er ótrúlega ör vöxt-
ur, borið saman við tré okkar. Bananblöðin geta orðið 3—4 m. á
lengd og 1 m. á breidd, þau eru notuð á margan hátt, t. d. til um-
búða og í þök á kofa og skýli, sem oft eru reist í skyndi. ■— Þessi
stóra jurt lifir aðeins eitt ár, það er að segja, það sem ofanjarð-
ar er. Rótin lifir og skýtur sprotum, sem vaxa næsta ár og verða
að 8—10 m. bananplöntu á ný, og svona getur gengið koll af kolli
í allt að því 30 ár. Bananarnir á einu tré geta vegið 40—50 kg., og
er plantan felld til að ná í ávextina. Nú megum við ekki halda, að