Náttúrufræðingurinn - 1937, Page 20
128 NÁTTÚRUFKÆÐINGURINN
II111111111111111111IIIIIIIIIlllllllllllIIIIIIIIIIIIIIII1111llllIII1111IIIIIllllllllIIIIllllllIIIIIIIIIllilIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII111111111111IIIIII llillllllllll
sem silki fyrir augu mannanna, sem eru á yfirborði jarðarinnar.
Þar hafa bláu geislarnir utan úr geimnum að mestu leyti tapað
stefnu þeirri, sem þeir höfðu upprunalega, alveg eins og litlu
bylgjurnar við bryggjuna. Þess vegna koma þeir inn í augað
nærri því hvert sem litið er, þess vegna sýnist himininn blár.
Rauðu geislarnir hafa aftur haldið stefnu sinni að mestu; þá
sjáum við því bezt, ef við lítum í áttina, sem þeir komu frá, til
sólarinnar, en þess vegna sýnist okkur sólin rauð.
Áhrif þau, sem bylgjur sólarljóssins verða fyrir í gufuhvolf-
inu, verða til þess að fegra heiminn fyrir okkur. Vegna þeirra
sýnist himininn blár, sólin rauð; þeim getum við þakkað litskrúð
sólarupprásar og sólseturs, ljóma fjarlægra fjallatoppa, hina
undrafullu litablöndu rökkursins, grænleitu litadrögin á vetrar-
himninum, og hina blá-fjólubláu dýrð í austri, þegar lýsir af degi.
Þegar við komum út fyrir gufuhvolfið, hverfa áhrif þess á þá
geisla, sem berast augum vorum utan úr geimnum. Við komum
inn í heim, sem greinist skarpt í ljós og myrkur. í fyrsta skipti á
æfinni sjáum við sólina eins og hún er í raun og veru, sterka, blá-
leita ljóskúlu. Við sjáum sólina ganga til viðar á kolsvörtum
himni, því að nú er ekki lengur gufuhvolfið á vegi geislanna til
þess að dreifa þeim til allra hliða. Það er engu líkara en að nýi
heimurinn, sem ferðavélin er að bera okkur til, sé einhver óveru-
legur, dularfullur draugaheimur.
I nánd við tunglið. Heppilegast fyrir okkur hefði verið að fara
af stað frá jörðinni þegar tungl var nýtt, því einmitt þá förum
við fram hjá tunglinu á leiðinni til sólarinnar. Hugsum okkur þá,
að þannig sé hagað ferð okkar. Bak við okkur er jörðin, myrk
og ógreinileg, því við sjáum hana gegnum ryk, regn, loft, snjó,
ský og þoku, en á hinn bóginn er tunglið einkar greinilegt. Ástæð-
an til þess er sú, að þar er ekkert gufuhvolf, og því engin þoka,
engin ský og ekkert regn, sem hylur yfirborð þess sjónum vorum.
Þótt við séum langt í burtu, getum við séð, að ekkert vatn er á
tunglinu. Væru þar höf, vötn og ár, myndum við sjá vatnið glitra
í sólarbirtunni, jafn sterk og hún er, en þess eru engin merki.
Þegar við komum ennþá nær, og beitum sjónaukanum, sjáum við
einnig greinilega, að á tunglinu er ekkert hús, engin borg, eng-
inn gróður, ekkert líf; við horfum á dauðan heim.
Fyrir rúmri öld fann dagblað í New York upp á því, að birta
hverja greinina eftir aðra um tunglið, eins og það átti að vera
samkvæmt nýjustu athugunum, sem þá höfðu verið gerðar. Allt