Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1937, Page 28

Náttúrufræðingurinn - 1937, Page 28
136 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN iimiimmiiiimiimmmiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiimiiiiliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimimiiiiiimiiiiiiiiiiiiim um, eru í enn þá lausari tengslum við hann, og þær yztu í atóm- inu eru ekki betur bundnar en það, að þær geta auðveldlega losn- að frá því, ef efnið er hitað í sterkum loga. Þess vegna er það ekki nema eðlilegt, að sá geysi-hiti, sem ríkir í gufuhvolfi sólarinnar og stjarnanna, losi fjölda af elektrónum úr atómunum. f súrefnis- atóminu eru 8 elektrónur og kjarni. Elektrónurnar ganga kring- um kjarnann eins og reikistjörnur kringum sól. Litsjáin sýnir, að í gufuhvolfi heitra stjarna hafa mörg súrefnis-atóm þegar tap- að tveimur elektrónum og jafnvel þremur, en af því getum við ráðið, að inni í miðju sólar, þar sem hitinn er margfalt meiri, margar milljónir stiga, hlýtur súrefnis-atómið að hafa klofnað að fullu og öllu. Því þótt súrefniskjarninn haldi a. m. k. næstu elek- trónunum með heljartökum, er hitinn þó yfirsterkari. Inni í sól- inni er því ekkert súrefni til, en súrefniskjarnar og elektrónur þjóta þar fram og aftur með feikna hraða, hvað innan um annað. En það eru til önnur efni, margfalt þyngri en súrefnið, þar sem kjarninn heldur elektrónunum svo fast, að ekki einu sinni hitinn í sólinni, yfir 20 millj. stiga, er fær um að losa þær undan áhrifum hans. í miðju sólar geta slík atóm því mætavel loðað saman, að minnsta kosti getur kjarninn haldið innstu elektrón- unum föstum. Kjarni sólarinnar hlýtur því að vera gerður úr ótrúlegum fjölda' slíkra atóma, atómbrota, og lausra kjarna.og elektróna, öllu á fleygiferð hvað innan um annað. Öll þessi brot þjóta með ótrúlegum hraða, aðallega fyrir áhrif hitans. Ef við gæt- um mælt hraða elektrónanna, þegar við förum í gegnum kjarna sólarinnar í ferðavélinni okkar, myndum við komast að raun um, að hann er hvorki meira né minna en 48.000 km á sekúndu, þ. e. 100.000 sinnum meiri en hraði vanalegrar riffilkúlu. Með slíkum hraða gætu elektrónurnar farið um 100 sinnum á milli Akureyr- ar og Reykjavíkur á einni sekúndu. Er sízt að furða, þó að kjarn- anum haldist illa á jafn óstýrilátum börnum. Aftur í tímann. Við förum að hugsa til heimferðar. Áður en við snúum ferðavél okkar aftur í áttina til jarðarinnar, breytum við henni í tímavél, og látum hana flytja okkur aftur í tímann. Við hugsum okkur að við séum í þessari vél fyrir þremur milljörðum ára einhvers staðar í nánd við sólina, og séum sjónarvottar að þeim breytingum, sem verða á umhverfi voru, á meðan aldarað- irnar líða. í raun og veru er ekki að ræða um neinar aldir og eng- in ár, því að eins og við vitum er ár sá tími, sem jörðin er að fara einu sinni í kring um sólina, en jörðin er ekki fædd enn þá. Útlit'

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.