Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1937, Page 29

Náttúrufræðingurinn - 1937, Page 29
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 137 iiiiimiiiiimiiiimiiiiimimiiminmimimiimmimmmimimiimimimiiiiiiiiiiimmiiimmimmiimmmiiimiiimmimiiii sólarinnar er þó hér um bil eins og nú, aðeins er sólin lítið eitt stærri, og skín ofurlítið bjartar en í dag. Því að þrír milljarðar ára eru ekki meira en einn dagur í lífi sólarinnar. En þótt sólin sé sú sama, er stjörnuhimininn öldungis ólíkur því, sem hann er nú. Festing himinsins breytist ekki mikið á einum mannsaldri, en á þrem milljörðum ára hverfur hvert stjörnumerkið á fætur öðru, en önnur koma í staðinn. Stjörnur birtast á himninum og stjörnur hverfa. Stjarna, sem skín skært í dag, er ef til vill horf- in í ómæli geimsins eftir þrjá áramilljarða. Líklega hefir aldrei nema einu sinni á þessu tímabili sézt stjarna, sem lýsir jafn vel og Síríus, sem bæði er hlutfallslega nálæg og mjög björt. Jörðin fæðist. Aldaraðirnar líða. Enn erum við 2—3 áramillj- örðum aftur í tímann, og förum nú einkum að veita einni sérstakri stjörnu eftirtekt. Hún verður stöðugt skærari og skærari, og lýsir brátt miklu betur en Síríus gerir nú. Ef til vill er hún ekki sér- staklega stór, eða sérstaklega björt í eðli sínu, en hún er komin svo nálægt sólinni okkar og okkur, að allar aðrar stjörnur verða næsta tilkomulitlar í samanburði við hana. Altaf færist hún nær, það er engu líkara en hún stefni á sólina, okkur sýnist hún nú ekki lengur vera lítill Ijósdepill eins og hinar stjörnurnar, hún er orðin lýsandi kringla eins og sólin sjálf, og virðist stefna beint á hana. 0g eins og tunglið veldur fljóðbylgjum á jörðinni, veld- ur þessi hnöttur, sem er margfalt stærri en tunglið, ægileg- um flóðbylgjum á yfirborði sólarinnar. Átak þessarar nálægu stjörnu á sólina er svo gífurlegt, að það myndazt margra þús- unda kílómetra hátt fjall á þeim hluta sólarinnar, sem veit að stjörnunni. Hinum megin á sólinni myndast annað fjall, en öllu lægra en þetta. Og eftir því sem afstaðan breytist, færast þessi ólgandi „eldfjöll“ frá stað til staðar á yfirborði sólarinnar, alveg að sínu leyti eins og flóðbylgjur tunglsins á jörðunni. Stjarnan kemur nær og nær, fjöllin hækka meir og meir. Nú er stjarnan svo nærri, að hún þekur mikinn hluta af himninum, það er engu líkara en hún ætli að rekast á sólina. En þá bregður nýju við. Sólin hemur nú ekki lengur það flóðbylgju-„fjallið“, sem veit að stjörnunni, þó að aðdráttarafl hennar sé mikið, stjarnan togar svo fast í toppinn á því með sínu aðdráttarafli, að hann losnar af og þýtur út í geiminn í áttina til hennar. Við þetta létt- ir farginu af neðri hlutum flóðbylgjunnar, svo að þeir hækka og mynda nýjan fjallstopp, sem losnar brátt eins og sá fyrri, fyrir áhrif stjörnunnar. Og þannig heldur áfram um hríð, hvert eld-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.