Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1937, Side 31

Náttúrufræðingurinn - 1937, Side 31
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 139 iiiiiliiiiiiiiiiMiimmtiiiMuimiiiiiimiiimiiiiiimmmiiimmmmuiiiiiimiimiiiiiiiiiiimiitiiimiimiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiii tímar líða fram á stærri hnöttunum, þeir geta nú farið að sigla hreinni sjó eftir reglubundnum brautum, sem nálgast mjög hring- brautir, þar sem sólin er í miðdepli. Þessir nýju hnettir eru reikistjörnurnar. Ein af þeim er jörð- in. Við sáum sólkerfið fæðast. Það verður reyndar ekki sagt með vissu, hvort reikistjörn- urnar, eða öðru nafni jarðstjörnurnar, þar á meðal jörðin, hafi myndazt þannig. En það eitt er víst, að ef tvær stjörnur, eða tvær sólir — ef við viljum heldur orða það þannig —, koma mjög ná- lægt hvor annari, hlýtur árangurinn að verða einmitt þannig og ekki öðruvísi, samkvæmt lögmálum eðlisfræðinnar. Þannig gat sólkerfið hafa myndazt, og þannig er líklegt að það hafi myndazt. Þess er áður getið, að í gufuhvolfi sólarinnar hafi fundizt flest þau frumefni, sem þekkt eru á jarðríki, og engin önnur. Þetta verður ofur skiljanlegt, ef gert er ráð fyrir, að jörðin sé ekkert annað en steingert sýnishorn af sólinni. Þessi ritgerð er að mestu sniðin eftir: Sir James Jeans: „The Stars in their Course“. Á. F. Tófa dregur að búi sínu. Síðastliðið vor var í Kinnarfjöllum í Þingeyjarsýslu skotin tófa, er var á leið heim til grenis síns, með björg handa hvolpum sínum. Þegar hún var fallin, rannsakaði skotmaðurinn það, sem hún hafði í kjaftinum, og var það sem hér segir: 1 rjúpa, 2 lóu- ungar, 1 grátittlingur og 3 mýs. Allt þetta bar hún í kjaftinum í einu, og svo fjölbreytt voru veiðiföng hennar. 3. september 1937. Konráð Erlendsson.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.