Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1937, Side 39

Náttúrufræðingurinn - 1937, Side 39
náttúrufræðingurinn 147 iliiliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiimiimiiiiiHiiiiiiimmimmiiiiiiiiimiiiiimimiiiiimiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiimiimimi Bjarkir í Bleiksmýrardal. Jörðin Tunga í Fnjóskadal er afréttarjörð. Hún liggur í mynni Bleiksmýrardals, sem er einn hinna þriggja afdala, er ganga inn af Fnjóskadal, og þeirra vestastur. í Bleiksmýrardal á Fnjóskáin aðalupptök sín. Tunga er austanmegin Bleiksmýrar- dalskvíslarinnar, en vestan hennar liggur land jarðarinnar Reykja. Ná lönd þessara tveggja jarða all-langt inn eftir Bleiksmýrardaln- um. Þar heitir Hamarslækur, sem merki eru milli Tungulands og afréttarinnar, sem Hálshreppur á. í löndum Tungu og Reykja eru birkiskógar nokkrir. Þeir eru að vísu eigi jafn þroskaðir að vexti og aðrir skógar Fnjóskadals, t. d. Vaglaskógur og Þórðarstaðaskógur, en fagrir eru þeir eigi að síður. í þeim er meiri og fegurri „undirgróður“, blómgresi og lyng, en í hinum stærri skógunum, og víðikjörr vaxa þar mun bet- ur, skipulegar og víðar, en t. d. í Vaglaskógi. Margar bjarkirn- ar eru furðu hávaxnar og beinar, en tiltölulega grannar eru þær, því að skógurinn er yngri en sá, sem vex norðar í Fnjóskadal. Og þarna eru svo einnig kræklótt kjörr. Jörðin Reykir er óðal, sem enn er búið á og mun verða búið á, í framtíð, og er skógur hennar því í eign og umsjá einstaklings. Öðru máli gegnir með jörðina Tungu. Fyrir nokkrum árum lagð- ist hún í eyði. Fyrverandi kaupendur hafa eigi hirt um að greiða afborganir af láni, sem hvíldi á jörðinni, og nú er svo komið, að á næstunni verður hún seld á nauðungaruppboði. Síðasta kaup- verð hennar var tvö þúsund krónur, og nú má að sjálfsögðu gera ráð fyrir, að enginn vilji gefa fjárhæð, sem nokkru nemur, fyrir þessa eyðilegu (en að vísu fögru) afdalajörð. Og því eru nú þessar línur ritaðar, að þær eiga að benda skógrælctarvinum á, að þarna mundu þeir ef til vill geta góð kaup gert. Eins og kunnugt er, starfar nú skógræktarfélag í Eyjafjarð- arsýslu og á Akureyri. Félag þetta hefir fengið til umráða allmik- ið land á ströndinni austan við Akureyrarpollinn. Þar hefir nú verið hafizt handa með ræktun skógar, og er ætlast til að þegar ár líða komi þarna fullvaxinn og fagur skógur, enda verður bæði plantað og sáð. Nú mun það vera öllum mönnum himinljóst, að aðferð sú, 10*

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.