Náttúrufræðingurinn - 1937, Síða 43
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 151
iiimiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiimiiiiimiiiiiiiimmiiiiiimmimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmiiiiiiimiiimmmiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiii
Stóri sefhegri nýfenginn hér.
Hinn 3. febrúar síðast liðinn urðu drengir í Húsavík við
Skjálfanda varir við óþekktan fugl, sem húkti við læk skammt
frá býlinu Holti í suðaustanverðu kauptúninu. Flaug hann upp,
er drengirnir nálguðust, en þeir eltu hann og náðu honum lifandi
von bráðar, og færðu hann bræðrunum Júlíusi sýslumanni og.Jó-
hanni Havsteen, sem þekktu fuglinn þegar. Var hann horaður og
svangur, en virtist að öðru leyti vel haldinn, en lifði skammt, og
sendu bræðurnir Náttúrugripasafninu hann, alveg heilan og
óskemmdan, og er hann nú þar „uppsettur“.
Af sefhegrum eru til nokkurar tegundir, bæði í Evrópu og
Norður-Ameríku'. Sú, sem hér er um að ræða, reyndist vera Ev-
rópu- eða stóri sefhegri (Botaurus stellaris (L.)), á stærð
við lóm. Hann er all-tíður í Þýzkalandi og öðrum löndum Mið-
Evrópu, og svo allar götur suður í Suður-Afríku, í sunnanverðu
Rússlandi og um sunnanverða Asíu, allt austur til Japan. Hann
er fágætur á Norðurlöndum og aðeins þar sunnan til. Á veturna