Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1937, Side 47

Náttúrufræðingurinn - 1937, Side 47
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 155 iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiii Jjós, að í ca. 10 km. hæð hætti loftið að kólna og hélzt hitinn nærri óbreyttur úr því um — 50 st., eins langt og mælingum varð viðkomið. Teisserence de Bort nefndi þann hluta loftsins, sem hitinn fer minnkandi í Troposfera — og mætti nefna það veðra- hjúp á ísl., því þar gerast öll veður og veðrabrigði. En úr því loft- hitinn fer að verða jafn, nefndi hann strato&fera, og hefir það stundum verið nefnt háloftin á voru máli. — Allar síðari mælingar hafa staðfest þetta, svo langt sem þær ná. í stuttu máli er niðurstaðan af loftrannsóknum upp í 35 km. hæð h. u. b. á þessa leið: 1 veðrahjúpnum minnkar hitinn að jafnaði um 6 st. á hverj- um km. upp á við. í vissri hæð taka háloftin við, þar sem hitinn breytist mjög lítið eða fer jafnvel heldur vaxandi. Takmöi’kin milli veðrahjúps og háloftsins eru í 17 km. hæð yfir miðjarðar- línu, en fara lækkandi til heimsskautanna. í Mið-Evrópu eru þau vanalega í 10 km. hæð, en nokkuð breytileg eftir veðurlagi. — Hér á landi reyndust þau 21. júlí 1933 að vera í 9500 m. hæð. Þar var 50 st. frost og hélzt það jafnt upp í 10500 m. hæð, en úr því fór að smáhlýna og í 19.5 km. hæð var ekki nema 40 st. frost. Svipuð varð útkoman af mælingum næstu dagana. Mesta frost mældist, 28. og 29. júlí, 54 st. í 10—12 km. hæð, en í 18 km. hæð var þá 44 st. frost. Orsökin til þessara hitabrigða í loftinu eru í fám orðum sú, að loftið sleppir greiðlega í gegnum sig ljós- og ylgeislum frá sól- inni, án þess að hlýna til muna sjálft — alveg eins og glerrúðan. En geislarnir verma jörðina og hún sendir aftur frá sér ylgeisla, sem ekki eru lýsandi, og þeim sleppir loftið aðeins að litlu leyti aftur út í himingeiminn — og sömu eiginleika hefir líka rúðu- glerið. Það er aðallega vatnseimurinn eða rakinn í loftinu, sem veldur þessu. Nú minnkar rakinn í loftinu eftir því sem hærra dregur, og þar sem hann er með öllu horfinn byrja háloftin og hitinn helzt að mestu óbreyttur svo langt sem mælingar ná. Væri enginn vatnseimur í loftinu, mundi jörðin verða 40—50 st. köld eins og háloftin, jafnskjótt og sól væri af lofti — og vitanlega ættu þá fáar lifandi verur hér griðland. Sólarhiti er mestur um miðbaug jarðar og því verður raka- magn loftsins þar mest og uppstígandi loftstraumar sterkastir. Af því verður skiljanlegt það, sem eg áður drap á, að veðrahjúp- urinn nær þar um 17 km. út frá jörðu. En þá er loftið líka orðið

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.