Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1937, Side 48

Náttúrufræðingurinn - 1937, Side 48
156 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHKI um 85 st. kalt, en í sömu hæð á okkar breiddarstigum ekki nema 40—50 st. í 35 km. hæð er hitastigið orðið nokkurn veginn jafnt yfir allri jörðinni, ca. 55 st. frost. Yfir hitabeltinu breytist hitinn í háloftinu mjög lítið með árstíðum, en í Norður-Svíþjóð hefir frostið mælzt um 65 st. í há- loftínu að vetrinum, en ekki nema 35 st. að sumrinu. Þetta bendir til þess, að langur sólargangur geti haft áhrif á hitafarið, þótt enginn raki eða vatnseimur sé í loftinu. Gæti þar verið um aðra lofttegund að ræða, sem hefði svipaða eiginleika og vatnseimurinn. SJcýring mynclar. Stefna hljóðbylgjanna gegnum veðrahjú'p, háloft og neðri hluta loft- geimsms. Hljóðgjafann (sprengingu) hugsum við okkur til vinstri handar á myndinni. Þegar hljóðið fer af stað, geruni við ráð fyrir, að hljóðgjafinn sendi það í lárétta átt. — f veðrahjúpnum beygist það upp á við (0—10 km. hæð), fer svo í beina stefnu gegnum háloftin (10—50 km. hæð), en beygist úr því niður á við, þ. e. í loftlaginu fyrir ofan 50 km. frá yfirborði jarðar, í neðsta hluta loftgeimsins, þar sem álitið er, að hitinn aukist um ca. 6 stig á hverjum km. eftir því, sem ofar dregur. — Hljóðið er 19 mín. á leiðinni frá hljóðgjafanum til móttökustaðarins (lengst til hægri á myndinni), en fjarlægðin á milli þessara tveggja staða er 322 km. Hefði hljóðið farið beina leið, meðfram yfirborði jarðarinnar, hefði það aðeins verið 16 mínútur á leiðinni. (Eftir „Naturen", 1935, bls. 282). Af þessu yfirliti, svo stutt sem það er, ætti að vera ljóst, að við höfum fengið all-staðgóða vitneskju um hitafar í loftinu upp í 35 km. hæð. Lengra ná ekki beinlínis mælingar og það er vafa- samt talið, að hægt verði að koma gúmmíbelgjum hærra, svo að nokkru nemi. Þanþol gúmmíhimnunnar í belgnum virðist notað til hins ýtrasta, þegar þeirri hæð er náð. Eins og sakir standa eru því allar hugmyndir um loftgeim- inn lengra frá jörðu byggður á óbeinum rannsóknum og getgát- um. Eitt er það, að loftsteinar eða stjörnuhröp verða glóandi og því sýnileg í h. u. b. 150 km. hæð yfir jörð. Nú geta steinarnir varla hitnað af öðru en núningi við loftið, sem þeir þjóta í gegn- um með ofsahraða. Af þessu verður að ráða, að loftið nái miklu

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.