Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1937, Page 49

Náttúrufræðingurinn - 1937, Page 49
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 157 llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll lengra en 150 km. út frá jörðu, enda þótt loftþrýstingin sé þar mjög lítil orðin. Norðurljósin eru að jafnaði í 100 km. hæð yfir jörð, en geta verið miklu hærri. Þau myndast að líkindum vegna þess, að raf- magnsagnir frá sólunni slöngvast með miklum hraða inn í loft- hjúp jarðarinnar, rekast þar á frumeindir köfnunarefnis eða súr- efnis og gera þær lýsandi. En langmest er nú um það rætt, hvernig muni standa á því einkennilega fyrirbrigði, þegar miklar sprengingar verða, er fram- leiða sterkar hljóðbylgjur og mikinn hvell, þá heyrist hljóðið fyrst 50—100 km. út frá sprengistaðnum, en síðan kemur allbreitt svæði, án þess að hljóðið heyrist, en svo getur það aftur heyrzt greinilega í 200—400 km. fjarlægð. Þessu var fyrst veitt eftir- tekt við mikla sprengingu, sem varð í Þýzkalandi 1903. Til skýringar þessu er nauðsynlegt að átta sig á því, að hljóð- ið berst um 330 m. á sek. við 0 st. hita í loftinu, en því hraðar, sem loftið er heitara. — Á stríðsárunum urðu margar stórkostlegar sprengingar og margar athuganir féllu til um það, hve langt skot- drunurnar heyrðust frá vígvöllunum. í Englandi var m. a. tekið eftir því, að skotdunur frá Frakklandi heyrðust vel að sumrinu, en ekki að vetrinum. Hins vegar heyrðust dunur frá sama stað langt austur og suður á bóginn að vetrinum, en ekki að sumrinu. Síðan hefir verið unnið að nánari rannsóknum með því að setja upp hér og þar mjög næma hljóðnema, sem gera glöggt tíma- merki, ef hljóðbylgjurnar ná til þeirra. Af þessum mælingum kemur meðal annars í ljós, að hljóðbylgjurnar eru lengur á leið- inni til fjarlægari heyrnarsvæðanna, heldur en þær mundu vera, ef þær færu skemmstu leið með yfirborði jarðar. Þetta verður varla skýrt með öðru móti en því, að hljóðbylgjurnar eða hljóð- geislinn hverfi frá jörðunni og upp í loftið, en endurkastist svo þaðan eða breyti aftur um stefnu niður til jarðar. Það er mjög auðskilið, að hljóðgeislinn beygist upp á við í veðrahjúpnum, þar sem hitinn minnkar, eftir því sem hærra dreg- ur og hraði hljóðbylgnanna verður minni. Eftir að hitinn er orð- inn jafn í ca. 10 km. hæð, heldur geislinn beinni stefnu, skáhailt upp á við. Á móttökustaðnum má aftur á móti mæla það, að hljóð- ið kemur dálítið skáhallt ofan að. Einhversstaðar á leiðinni, í vissri hæð, hlýtur geislinn því að beygja við og taka stefnu til jarðarinnar. Tvær ástæður eru hugsanlegar: Önnur sú, að geislinn hitti

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.