Náttúrufræðingurinn - 1937, Qupperneq 53
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 161
í síðasta leiðangrinum, 1913—1918, frétti hann ekki af
heimsstyrjöldinni fyrr en ári eftir að hún hafði skollið á, og að-
eins tvisvar sinnum eftir það fékk hann lítilsháttar fregnir af
henni. Þetta er nokkuð skýr sönnun þess, að hann hafi ekki bein-
línis verið á alfaraleiðum.
Maður, sem lifir eingöngu af veiðum í fullan tug ára, eins og
Vilhjálmur gerði, og hefir vakandi eftirtekt, hlýtur að kynnast
dýrum þeim, er hann veiðir. Aðalveiðidýrin eru hreindýr, selir og
hvítabirnir; auk þess veiðir hann sauðnaut, grábirni, úlfa og jarfa
og smærri dýr, svo sem héra, íkorna, múrmeldýr o. fl. Ennfrem-
ur veiðir hann fugla og fiska. Víða koma fram í frásögnum hans
skýrar athuganir á lifnaðarháttum þessara dýra.
Verðmætust þessara dýra eru hreindýrin vegna skinnanna,
sem notuð eru til fatnaðar o. fl. Hreindýr eru, sem kunnugt er,
mjög frá á fæti, og er aðalvörn þeirra flóttinn, þegar hættu ber
að höndum. En Vilhjálmi lærist það að ná öllum hópnum, sem
hann kemst í skotfæri við, þó að þar sé um 20—30 að ræða. Hann
tileinkar sér veiðiaðferðir Eskimóanna, en sem hvítur maður og
auk þess skarpari en almennt gerist, laus við hjátrú þeirra, kemst
hann langt fram úr þeim sem veiðimaður.
Á sumum stöðum, eins og t. d. víða á Grænlandi, eru selir
hin einu veiðidýr Eskimóa og veita þeim allt, sem þeir þarfnast
til þess að ,,lifa þægilegu lífi“, eins og hann kemst að orði. Skinn-
in af þeim eru að vísu ekki eins hlý og hreindýraskinnin til fatn-
aðar, enda munu vetrarkuldar vera öllu meiri á norðurströnd
Kanada en víðast hvar á Grænlandi. En þau eru þó til margra
hluta nytsamleg, meðal annars í báta, bæði kajaka (húðkeipa) og
umiaka (kvenbáta). Kjötið þykir þeim ágætt til átu, sem venjast
því. „Eg þekki menn, sem hafa verið orðnir leiðir á selkjöti eft-
ir þrjár vikur eða jafnvel þrjá mánuði, en engan, sem hefir ver-
ið leiður á því eftir þrjú ár“, segir Vilhjálmur. En spikið af seln-
um er þó til mestra nytja, því að við það er maturinn soðinn og
híbýlin hituð og lýst.
Til þess að veiða seli þarf nákvæma þekkingu á lifnaðarhátt-
um þeirra á ýmsum tímum árs. Einkennilegar eru athuganirnar
á svefntímum þeirra, er þeir liggja uppi á ísnum á vorin. Mun
nokkuð hafa verið athugað um það á selum hér við land? En á
þeirri athugun byggist hin svonefnda „skriðveiði", sem oft get-
ur verið lífsnauðsyn að kunna. Þá eru ekki síður einkennilegir
þeir lifnaðarhættir selsins, að hafast við allan veturinn undir ís-
ll