Náttúrufræðingurinn - 1937, Qupperneq 56
164 NÁTTÚRUFRÆÐINGTJRINN
iiiimiiimmmmmmmiimimiimmmmmiiiiiiiiiimiHiiiiiiiiiinMmmiimmmiiiiiiiimiiimiimmmiimiiiiiiimiiiiiniiiim
þessa galla tel eg þó réttmætt að láta árangur athugananna koma
fyrir almennings sjónir.
I lista þeim, sem hér fer á eftir, eru taldar plöntutegundir
þær, sem fundizt hafa í sarpi og fóarni hverrar rjúpu. Ennfrem-
ur er þess víðast getið, um hvaða hluta plöntunnar hafi verið að
ræða. Innihald sarpsins er bezt til slíkra rannsókna fallið, því að
þar er fæðan oftast lítið sködduð. Aftur á móti er fæðan í mag-
anum oft orðin svo melt, að erfitt er að greina hana. Hins vegar
safnazt oft fyrir tormeltanlegar plöntuleifar, t. d. fræ og berja-
steinar, í maganum. Verður því að gæta varúðar, ef dæma skal
samsetningu fæðunnar og hlutfall hinna einstöku fæðutegunda
eftir því, sem í maganum er. Stundum er önnur fæða í maganum
en í sarpinum, sem eðlilegt er, þar sem í maganum eru leifar
eldri máltíða, en í sarpinum. Þar sem ekki er getið leifanna í
maganum, hefir fæðan þar annað hvort verið ógreinileg eða
í maganum hafa aðeins fundizt leifar hins sama og í sarpinum
var. Eins og listinn sýnir, hafa verið rannsakaðar 23 rjúpur, 3 í
maí, 1 í júní, 1 í ágúst, 1 í september og 17 í nóvember. Eg hefi
ekki hirt um að geta veiðiárs hverrar rjúpu, enda skiptir það
engu máli í þessu sambandi. Þess skal þó getið, að rjúpurnar eru
allar skotnar í Bæjarhreppi vestan megin Hrútafjarðar á árun-
um 1924—1928. Rjúpurnar voru allar fullorðnar.
MAÍ.
Nr. 1. 4/5. Sarpur: Tómur.
Fóarn: Krækilyng, steinar. Aðalbláberjalyng, brum.
Nokkrir smásteinar.
Nr. 2. 4/5. Sarpur: Aðalbláberjalyng, brum.
Fóarn: Krækilyng, ber. Aðalbláberjalyng, brum.
Nr. 3. 14/5. Sarpur: Grasvíðir, brum. Krækilyng, greinabútar. Að-
alblaberjalyng, brum. Bláberjalyng, brum.
JÚNÍ.
Nr. 4. 12/0. Sarpur: Grávíðir, blöð.
ÁGÚST.
Nr. 5. 27s. Sarpur: Grasvíðir, fáein blöð og fáeinar brumgreinar.
Kornsúra, blöð.
Fóarn: Kornsúra, æxlikorn.