Náttúrufræðingurinn - 1937, Qupperneq 67
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 175
iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiimiiiiiiiiiiiiimitiimiiiiiiiiiiiims
gróið li/3 metri af breidd sársins, og hefði það fengið að vaxa
í friði, hefði það að líkindum verið algróið sára sinna nálægt ár-
inu 2250. Þessi dæmi sýna ljósast, að tímatal okkar verður harðla
smávaxið 1 lífi risafurunnar.
En það er hægt að nota árhringarannsóknir risafurunnar til
annara merkilegra hluta en að ákveða hvenær skógareldar hafa
geysað í Kaliforníu. Með þeim rannsóknum er unnt að segja um
árferði á löngu liðnum öldum og ákveða hvenær ýmsir mikilvægir
atburðir hafi gerzt, þótt þeir hafi orðið löngu áður en skráðar
sögur hefjast.
Árhringar í trjám skapast við það, að í trjábolnum er frumu-
lag, sem vaxtarlag kallast. Á vorin og framan af sumri skipta
frumur þess sér í ákafa, og nýtt lag leggst utan á viðinn á ári
hverju; þegar kemur fram á sumarið, dregur úr þessu starfi
þeirra, og með haustinu hættir það alveg, þar til frumurnar vakna
af dvala næsta vor. Nú kemur það einnig í ljós, að vorfrumurnar
eru miklu stærri heldur en sumarfrumurnar, og þannig kemur
fram hin skarpa lagskipting, sem skapar árhringana.
Hver, sem athugað hefir árhringa í tré, getur séð, að þeir
eru misjafnlega þykkir, og menn hafa gert miklar rannsóknir til
að sýna hvað valdi því. Þannig er þykkt árhringanna háð aldri
trésins. Það hefir komið í ljós, að á fyrstu árum risafurunnar
gildnar stofninn örast. Þannig vex 25 mm viðarlag á hverjum 10
árum fyrstu 100 árin. Þegar tréð er orðið 800 ára, er 10 ára vöxt-
urinn aðeins 10 mm, og á 8000 ára tré ekki nema 6—7 mm. Til
þessa verður að taka tillit, þegar samanburður er gerður á vexti
trjáa. —
Þá eru hin ytri skilyrði ekki síður mikilvæg fyrir vöxt ár-
hringanna. Menn hafa borið saman þykkt árhringa og hitastig
áranna, og fundið gott samræmi þar á milli. Sama er að segja 'um
úrkomumagn. En vitanlegt er, að enginn einn þáttur vaxtarskil-
yrðanna er það, sem ákveður hversu mikið tréð vex á ári hverju,
heldur mun ársvöxturinn sýna heildarútkomu allra vaxtarmögu-
leika, sem hvert ár hefir veitt.
Sólin er lífgjafi alls, sem lifir og hrærist á vorri jörð. Það
væri því eðlilegt að álykta, að sveiflur í geislamætti sólarinnar
mundu valda misjöfnum vexti í árhringum trjánna. Vegna jarð-
snúningsins hljóta slíkar breytingar að sjást hvarvetna á jörð-
unni, en ekki einungis á risafurunni í Kaliforníu. Það var því
engin furða, að amerískur prófessor, Douglas að nafni, tók sér