Náttúrufræðingurinn - 1937, Side 70
178 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
iiimmiiiiiiiimiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiimmiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiimiiiimiimmmiiiiiiimmtmiiiiimmmiiiiiiiiiiiiiiiiliiiiiiiiliiiiiimii
gekk það ekki svo greiðlega. Samt sem áður tókst smám saman
að gera tímatalstöflu, er náði aftur til ársins 700 e. Kr., eða álíka
langt og öll saga Norðurlanda. Það er auðvelt að gera sér það í
hugarlund, hvernig þessi málalok orkuðu á þjóðerniskennd
Ameríkumanna.
Vér heyrum oft kvartað yfir einhæfingu vísindanna. En þarna
í öræfum Ameríku mættust stjörnufræði, grasafræði, veðurfræði
og fornfræði, og í sameiningu tókst að skapa af þeim eitt hið e’lzta
tímatal, sem vér þekkjum.
Hér í Evrópu hafa menn einnig rannsakað árhringa með
góðum árangri. Linné sjálfur hafði á ferð sinni til Ölands athug-
að árhringa á gömlum trjám. Hann sá hversu þeir voru misþrosk-
aðir, og hóf þegar leit að orsökum þess. „Þegar ég tók að hugsa
um, hver orsökin kynni að vera, datt mér í hug að harðir vetur
gætu valdið þVí, að hringarnir nálguðust meira hver annan.........................
Þannig höfum vér í eikarstofninum einskonar árferðisannál, er
nær 200 til 300 ár aftur í tímann“. Það voru fyrst eftirmenn
Linnés, sem sýndu fram á hið rétta eðli árhringanna, en engu að
síður mun hann vera hinn fyrsti vísindamaður, sem reynt hefir
að finna samræmið milli árhringa og árferðis.
Fáir staðir á Norðurlöndum eiga jafnlanga sögu og eyjan
Gotland. Þar finnast leifar af ævafornu mannvirki, sem ka'ilast
„Bulverket". Það er stauragirðing, sem liggur úti í næst stærsta
stöðuvatni Gotlands. Þegar lítið er 1 vatninu standa sumir staur-
arnir upp úr, og úr lofti fær maður séð, að hér er um tröllaukið
mannvirki að ræða. Það hefir verið reiknað út, að í sjálfu „Bul-
verket“ séu 11000 furustofnar, og í girðingu í kringum það 19000
stólpar. Fornfræðingarnir fundu þar næstum enga muni, sem hægt
væri að ákveða aldur þess eftir, en töldu að það væri frá Róm-
verjatímanum, eða ef til vill síðan um þjóðflutningana miklu.
Þá kom til skjalanna sænsk vísindakona, Ebba Hult de Geer,
og tók að rannsaka „Bulverket" með árhringa-aðferðum Douglass.
Hún taldi, að samræmi væri milli vaxtar furunnar í Svíþjóð og
risafurunnar í Kaliforníu. Þetta er þó ekki enn talið fullsannað,
en niðurstöður þær, er samanburður gefur, eru mjög sennilegar.
Eftir því ætti „Bulverket“ að vera reist í kringum 450 e. Kr.
Og annað leiddu þessar rannsóknir í ljós. Með því að athuga þá
stólpa, sem settir höfðu verið inn til viðgerða eftir því, sem íímar
liðu, varð sýnt, að „Bulverket hafði verið í notkun í full 150 ár.
En um þær mundir vitum vér frá sögunni, að Svíar herjuðu á