Náttúrufræðingurinn - 1937, Page 71
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 179
iiimiiiimiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiimmiiiiiiiiiiiiiiiiniiiimimiimmmniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiinniiiHiiiiiiiiHiiii
Gotland og lögðu það undir sig. „Bulverket" hefir því verið eins-
konar víggirðing.
Hjá oss í Noregi er full ástæða til að gera árhringarann-
sóknir. Hér í landi er fjöldi húsa frá miðöldum, sem ekki verður
sagt um með vissu, hvenær reist hafi verið. Því að ákveða slíkt
aðeins eftir stíl húsanna er í fyllsta máta ónákvæmt, því að óvíða
er íheldni meiri en í húsagerð. Þannig gætu rannsóknir á Sequoia
gigantea vestur í Kaliforníu leitt til þess, að hægt væri að ákveða
aldur stafakirknanna og annara hinna elztu timburhúsa í Noregi.
Vér skulum þá að lokum líta á sögu risafurunnar og út-
breiðslu hennar fyrr og nú. Hún vex í mjórri landræmu milli 36.
ogi 39. gráðu norðurbreiddar í vesturhlíðum Sierra Nevada í
Kaliforníu. Hún vex þar mjög hátt yfir sjó eða 1500 til 2000 metra
yfir sjávarmáli, eða með öðrum orðum í sömu hæð og hæstu fjall-
lendi Skandinavíu. En þess er að gæta, að þetta er allmiklu sunn-
ar, eða á sömu breiddargráðum og suðurhluti Pyrenæaskagans.
Tréð vex einungis þar sem úrkoma er allmikil, eða frá 750—
1270 mm á ári. Mestur hluti úrkomunnar fellur sem snjór á tíma-
bilinu frá desember til marz. Um vaxtartímann er þurrt og tiltölu-
lega hlýtt. Að því er snertir jarðveg, krefst risafuran þess, að
hann sé djúpur og hæfilega laus.
Á útbreiðslusvæði því, er fyrr getur, vex risafuran í fáum og
tiltölulega dreifðum skógum. Nyrzti skógurinn er 8,5 km langur
og 2,5 km breiður. Um sunnanvert svæðið var fyrrum saman'nang-
andi risafuruskógur á h. u. b. 100 kílómetra löngu og 5 til 13
kílómetra breiðu svæði, en nú hafa skógar þeir gengið mjög
saman. —
Utan svæðis þess, sem hér um ræðir, hafa menn aldrei fundið
villta Seqouia gigantea. Það hefir verið rannsakað nákvæmlega,
hvort ekki fyndust leifar hennar í nágrenni þessa svæðis, en ár-
angurslaust. Ameríski grasafræðingurinn Muir hyggur, að hefði
Sequoia gigantea vaxið þar síðustu 8000—10000 árin, hlytu að
hafa fundist þar leifar af hinum endingargóðu stofnum, eða að
minnsta kosti eitthvað af gryfjum þeim, er skapazt þegar trén
falla. Enginn veit hvenær eða hvaðan Sequoia gigantea hefir bor-
izt til Kaliforníu, hinsvegar vita menn meira um hina tegundina,
Sequoia sempervirens.
En eitt er víst, að þarna hefir tréð fundið þann blettinn, sem
það nær beztum þrifum á. Einkum í hinum suðlægari skógum er
mikið um nýgræðing og endurvöxt. Á nálægt 8000 fermetra svæði
12*