Náttúrufræðingurinn - 1937, Page 73
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 181
iiiiiiiiiiiiiiiimmiiiimiiiiiiiiimiiiiiiimiiimiiimiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiimtiiiiiiiimiiiiiiiiaimiimiiiiiimiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii
ur eftir eins og nú er með risafuruna, og síðan hverfur tegundin
úr sögunni. Hún er ekki lengur til í tölu hinna lifandi plantna.
Ritgerð þessi birtist síðastliðið ár í norska tímaritinu „Na-
turen“ og síðar sérprentuð í „Fagbiblioteket fri læsning". Höf-
undur hennar, Bernt Lynge, er prófessor við Farmaceutiska skól-
ann í Oslo, og er sérfræðingur í gróplöntum, einkum skófum.
Hann hefir ritað geysimikið um þau efni, og er einn hinn fremsti
sérfræðingur í þeirri grein á Norðurlöndum. Ritgerðina hefi eg
þýtt með leyfi höfundar, en stytt hana lítilsháttar á stöku stað.
Akureyri, 17. nóvember 1937.
Steindór Steindórsson
frá Hlöðum.
*
Váre ville planter.
Norðmenn eru nú að gefa út mikið og vandað rit um nors'k-
ar plöntur, og eru höfundarnir Torsten Lagerberg og Jens Holm-
boe. Ritið verður 6 bindi og á að koma út á þremur árum. Hvert
bindi kostar 40 norskar krónur, svo að alt ritið verður um 270 kr.
ísl. Fyrsta bindið er nýkomið á markaðinn. Það er 250 bls. með
130 litmyndum, og er bundið inn í skinnband. Á. F.