Náttúrufræðingurinn - 1937, Page 76
184 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
imiimiiimimmiimmiiiimiimmiimiiiiimmmiMiMiiiiiiiiimmiiiiiiiimiiiiimiimiiiiiiiiiiiimiinimiiiuiimiiiiiiiimiifiiii!
ísland, með 658 þús. smál. eða 19,7%, eða nær fimmtungs alls
Evrópuaflans. Næst á eftir íslandi koma miðin við Noreg, en
þessi þrjú svæði samanlögð, Norðursjórinn, fsland, Noregur, hafa
lagt til um þrjá fimmtu hluta alls þess fisks, sem barst á Evrópu-
markaðinn þetta ár. Á. F.
Síldarþrautir.
Árið 1937 var síldveiði íslendinga um 660 mill. sílda. Ætti
að skipta þessum afla jafnt milli allra íbúa jarðarinnar, lætur
nærri að hvert mannsbarn fengi þriðjung síldar. Væri aflanum
aðeins skipt milli Evrópubúa, fengi hver þeirra um lf4 síldar í
sinn hlut, en ættu Norðurlandabúar að gera jöfn skipti, yrðu ea.
40 síldar á mann, eða hæfileg síldarmáltíð fyrir öll Norðurlönd
einu sinni á viku allt árið. Ef það væri dæmt á okkur íslendinga
að borða alla þessa síld á einu ári, yrði hvert mannsbarn í landinu
að borða 13—14 síldar á hverjum degi, eða 4—5 kíló af síld, en í
hæfilega daglega soðningu fyrir alla þjóðina myndi síldin end-
ast upp undir 20 ár.
Ef gert er ráð fyrir að hver síld sé 33 cm á lengd, fara þrjár
í metrann. Sé nú allri síldinni skipað í „halarófu" hverri aftan
við aðra, þannig að þær myndi óslitna röð, verður röðin 220.000
km á lengd. Við gætum með öðrum orðum búið til 110-falda röð
af síldum frá Reykjavík alla leið til Kaupmannahafnar, eða — ef
við vildum það heldur — 5-falda síldarröð hringinn í kringum
jörðina eftir miðjarðarlínu, og gengi þó af nægilega mikið í 3—4-
falda röð frá Reykjavík til Kaupmannahafnar. — Ef við hefðum
fiskað ca. 43% meira, þá hefðum við átt í einfalda síldarröð alla
leið- til tunglsins.
Til þess að framleiða alla þessa síld, þarf þó ekki nema tíunda
hlutann af þeim f jölda, sem fer í eina tunnu, ef gert væri ráð fyr-
ir 1) að helmingurinn af því væri hængar og helmingurinn hryggn-
ur, 2) að hryggnurnar hrygndu aðeins einu sinni, og 3) að öll
eggin kæmust upp og yrðu að fullorðinni síld. Á. F.