Náttúrufræðingurinn - 1938, Blaðsíða 14
8 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
iiiiiiimimiiiiiimiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii iii iiiiiiiiiiiim iii iii niiii iii iiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiii iii iii 1111111111111111111
5. mynd. J. Á. 1937
Brimlárhöfði (Stöðin). Myndin er tekin frá Gröf í Grundarfirði.
Það sést yfir Hálsvaðal.
um sögu landsins á þessu skeiði, en þar eð ég hefi áður sagt ofur-
lítið frá þessum bökkum í Náttúrufræðingnum, nægir að vísa til
þess (7).
5. Brimlárhöfði (Stöðin) á Snæfellsnesi.
Þess er áður getið, að sæskeljar hafi fundizt í Brimlárhöfða.
En það fjall virðist vera enn merkilegra út frá jarðfræðilegu
sjónarmiði skoðað en til þessa hefir verið álitið. Fjall þetta er í
Eyrarsveit norðan á Snæfellsnesi og er nú almennt kallað Stöð-
in, en hið forna nafn þess mun vera Brimlárhöfði (8). Fjallið hefir
sorfizt af vatni og jöklum frá meginfjalllendi nessins og stendur
nú einstakt. Auðveldast er að athuga jarðlagaskipun þess að sunn-
an og austan. Þar er það auðgengast og sárin hreinust. Þessi er
jarðlagaskipun Brimlárhöfða, talið neðan frá og upp eftir:
A. 0—130 m. Basalt mjög svipað því, sem kemur fram neðst
í Búlandshöfða. Auðsjáanlega sama basaltið. Yf-
irborðsflötur þess hér í Brimlárhöfða kemur
hvergi greinilega í ljós sakir jarðlaganna, sem
ofan á liggja. Gangur liggur upp í gegnum þetta
basalt, vestur af Kvíabryggju. Nær hann jafn
hátt yfirborði basaltsins.