Náttúrufræðingurinn - 1938, Blaðsíða 19
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 13
iimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiimiiiiiiimiiiiiimiiiiiiiimimiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiii
undanskildar eru þær plöntur, sem ræktaðar hafa verið á síðasta
mannsaldri á nokkrum stöðum á landinu. Ef til vill finnst sum-
um það álitamál, hvort þessi 9 furufrjó, sem fundin eru í jarð-
laginu í Brimlárhöfða, sé nokkur sönnun þess, að tegundin hafi
vaxið hér á landi, þegar lagið var að myndast. Er hugsanlegt að
frjóin hafi borizt þangað frá nærliggjandi löndum? Eflaust geta
furufrjó borizt langar leiðir í lofti. En þeim mun lengra, sem þau
berast, þeim mun dreifðara hljóta þau að falla. Nú hagar svo til,
að sýnishornin, sem þessi furufrjókorn eru fundin í, eru öll tek-
in, eins og áður er sagt, úr sama lárétta laginu og aðeins með
5—10 m millibili. Væru frjóin svifin langar leiðir að (frá nær-
liggjandi löndum), virðist fráleitt að ætla, að þau hefðu fallið
jafnþétt og raun ber vitni um. Vér verðum því að telja, að hér sé
um að ræða ótvíræða sönnun þess, að furur hafi vaxið í landinu
á jökultíma. En mikil breyting til hins betra hefir hlotið að verða
á veðráttu landsins frá því hinar norrænu sædýrategundir, úr
jarðlagi D, lifðu við strendurnar og þangað til furan (og elrir-
inn?) klæddu hlíðarnar. Þessi veðurfarsbreyting samsvarar að
öllum líkindum þeirri, sem lesin verður úr lögum Búlandshöfða.
6. BakkaJcotsbrúnir.
Mjög mikilsverðar eru rannsóknir Jakobs Líndals á Bakka-
kotsbrúnum í Víðidal, og hann hefir skýrt frá áður
í þessu tímariti (11). Líndal fann í þessum bökkum
blaðför og leifar plantna, sem hann hefir sannað, að séu frá
jökultíma. Liggja leirsteinsmyndanirnar inniklemmdar á milli
basaltlaga með greinilega ísrákuðu yfirborði. Meðal þeirra
plantna, sem ákvarðaðar hafa verið frá þessum stað, eru tegund-
ir, sem ekki lifa nú á tímum á landinu, og bera vott um hlýrra
loftslag og heppilegri vaxtarskilyrði en gróður landsins hefir nú
við að búa.1)
7. Elliðaárvogur.
f svonefndum Háubökkum við Elliðaárvog fann dr. Þorkell
Þorkelsson (12) ferskvatnsmyndanir undir ísnúnu grágrýti,
en ofan á jökulurð. I þessum myndunum fann hann leif-
ar lífrænna vera, bæði plantna og dýra (bjallna). Eftir-
1) Líndal hefir ekki lokið rannsókn sinni á bökkunum, því verður ekki
nánar getið þessara tegunda að sinni.