Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 01.04.1938, Blaðsíða 32

Náttúrufræðingurinn - 01.04.1938, Blaðsíða 32
32 nIttÚRUFRÆÐINGURÍNN iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiii Af því, sem fyr er sagt, er augljóst, að bergundirlagi Skeiðarár- jökuls hallar ekki að Grænalóni. En ég tek dýpra í árinni. Ég tel sennilegt, að austur úr vatnsstæði Grænalóns taki við brekka niður undir jökulinn, í líkingu við það sem mynd 4 sýnir. Eftir því sem vatnsflöturinn hækkar og vatnið dýpkar, flýtur upp meira og meira af jökulröndinni. Fyrst yzta röndin, sem er þynnst, og síðan smýgur vatnið lengra og lengra inn undir jökulinn. Ef nú hallar inn undir jökulinn, verður það vatn, sem lengst kemst undir hann, dýpra undir vatnsfleti en sjálfur vatnsbotninn. Prýst- ingurinn á því verður að sama skapi meiri, og það getur nú lyft upp þykkara jökli. Pannig — get ég mér til — hefur þykkasta jökulspildan yfir hlauprás Grænalóns lyftzt. 1000 m y. sjo loo 700 600 soo foo 300 Zool ¦ S 10 ./S-frm Mynd 4. Þverskurður af Orænalóni í byrjun hlaups. Þó að jökulyfirborðið yfir hlauprásinni sé allt að því 300 m. yfir botni Grænalóns, og vatnið aðeins 200 m. djúpt, getur flóðið samt brotizt undir jökulinn, ef undirlagi hans hallar svo inn undir hann, að þar sem jökulfargið er mest, verði jökulgrunnurinn nógu mikið lægra en vatnsbotninn. Hve miklu lægri hann þarf að vera má reikna út. Sjá mynd 4: d er dýpt vatnsins við jökulröndina, h hæð jökuls- ins yfir vatnsbotn, (þ þykkt jökulsins), x stærð sem finna á, hæð- armunur vatnsbotns og jökulgrunns undir hæstu bungu jökulsins. a er eðlisþyngd jökulsins, eðlisþyngd vatns er 1. (d + x) • 1 = (h + x) • a Stærðirnar d og h ætti að vera hægt að mæla nákvæmlega, a verður erfiðara að finna, en mætti þó sennilega komast nálægt því. Pá er x (og þ) auðreiknað.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.