Náttúrufræðingurinn - 1938, Blaðsíða 45
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 39
'lllllllllllllllllllllllll■lllll■llllllllllllllllMlll■llllll■l■■lllllllllmllllll■l■llllllllllllllllllllllllllllllllll■lll■llllllllllllllllllllllllllllllllllll
Aðferð Hákonar verður bezt lýst með því að tilfæra kafla
úr bréfi hans til Jóns Eyþórssonar, dags. 3. febr. 1936.
„-----------Eg sendi þér nú töfluna um sólskinið hér í Borgum, eins og
eg lofaði, og á sama tíma, eftir því sem mig minnir.
En eins og eg tók fram, eru tölurnar ekki alveg nákvæmar, heldur eftir
því, sem eg hefi komizt næst, en áreiðanlegt mun mega telja, að sólskinið hef-
ir ekki verið minna en talið er. Náttúrlega hefir verið verst að komast eftir
því rétta, þegar sólin hefir verið í skýjum, en eg hefi þá sérstaklega áætlað
varlega. Stundum hefi eg skrifað d. = dauft, við tölurnar í bókinni, en
sleppt því merki á töflunni, með því líka að eg kom því illa fyrir, og svo sá
eg fram á, að eg yrði seinn fyrir að senda þetta nú. Þegar eg' hefi sett þetta
merki, hefir skin sólarinnar eigi notið sín annaðhvort vegna bliku eða mara
i loftinu. —
Eg fór að veita þessu nánari athygli af tveimur orsökum aðallega. I
fyrsta lagi af því, að þegar eg bjó austur á landi, heyrði eg um það talað, að
miklar rigningar og þokur væru hér suðurfrá, og þar með náttúrlega óþurrk-
ar. Mér þótti þetta ekki reynast svo fyrsta árið er eg bjó hér (1920—21), og
ákvað því að athuga þetta nánar við ársbyrjun 1922, með því lika að eg
í öðru lagi vildi með því fá bendingu um, hvers mætti vænta hér með korn-
rækt o. fl., er eg hafði í huga að reyna. Kornrækt i smáum stíl er eg svo
búinn að hafa hér í 10 ár, og alltaf fengið þroskað bygg. En þetta hefir verið
mest til gamans, og ekki skipulagt til samanburðar fyrr en síðastl. sumar.
Satt er það, að oft rignir hér og bagalega á sumrin, en þetta er oft
svo, að alskýað er og rigning framan af deginum, en upp úr hádegi birtir vel
upp með glaða sólskini og himinblíðu. Gaman væri að vita nánari deili á
þessu í öllum sýslum landsins. Gæti eg trúað, að Hornafjörður þyldi ekki
illa samanburðinn.
Ef eg endist í 6 ár til, langar mig til að halda þessu áfram, svo eg hafi
töflu um sólskinið yfir 20 ár.
Þú þarft ekki að skila þessari töflu .aftur, því eg tók samrit. — Eg
hafði dreg'ið sólsk. út fyrsta árið, og þegar eg nú fór að skrifa þetta niður,
þótti mér talan (sept. 1922) viðsjál og reiknaði því upp aftur, en þetta reynd-
ist þá að standa heima. Eg' kalla hann því: bjarta september, en i mótsetn-
ingu kalla ég: dimma júní 1932, en sanngjarnt væri þá líka að Iáta júní 1925
fá glæsilegt nafn, þenna einstaka sólmánuð.---------------------------“.
í töflunni er hæsta og lægsta tala sólskinsstunda í mánuði
hverjum prentuð með breyttu letri. Sólríkasti mánuðurinn á öllu
tímabilinu hefir verið júní 1925 með 309 stundir. I Reykjavík hef-
ir þessi mánuður verið sólarlítill, aðeins haft 95 sólskinsstundir.
í Reykjavík hefir júní 1928 verið hæstur með 338 stundir, en þá
urðu aðeins 187 sólskinsstundir á Borgum. Sólarminnsti júlí, sem
komið hefir á Borgum í 16 ár, var árið 1937, aðeins 68,5 stundir.
Þá voru þó 117 sólskinsstundir í Rvk. Versti júlí í Rvk. var 1926,
aðeins 83 sólskinsstundir, Þá voru þær 234 á Borgum,