Náttúrufræðingurinn - 1938, Blaðsíða 25
NÁTTTJRUFRÆÐINGURÍNN 19
lliiiiiliiiiiliiliiiiiimiiiimiiiiiiiiiiiiiiimiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimii
örnin verði svo glöð, þegar ungunum sé bjargað, að hún sparki
aðeins steininum út úr hreiðrinu“.
Með lausnarsteini má hjálpa konum á sóttarsæng með því
að leggja hann á kvið þeirra, eða færa þeim vatn (eða rauð-
vín), sem steinninn hefur legið í. Steininn verður að geyma vel
í nýju,hvítu líni, eða líknabelg, til þess að þróttur hans megi
varðveitast. Sumir segja að til séu bæði rauðir karlsteinar og
hvítir kvensteinar.
Til þess að vernda hlut frá þjófnaði, skal rjóða hann í arn-
arblóði og messuvíni, sem lausnarsteinn hefur legið í í sjö
vikur.
Annan galdrastein, þann sem gerir menn ósýnilega, má
bæði finna í hreiðri músarindils og kjóa. Steininn skal bera
undir vinstri handlegg, og halda honum vöfðum í mannshári
eða jurtablaði í vinstri hendi, þegar kyngi hans skal beitt.
Sagt var einnig um músarrindilinn, að ef hjartað úr hon-
um væri haft í hnífsskafti, yrðu sár þau, sem veitt væru með
hnífnum, ólæknandi.
Ef kráka settist á hús, þar sem sjúklingur var inni, var
það merki um það, að hann væri feigur. — Sama þjóðtrú í
Danmörku.
í flestum löndum hefur það verið trú manna, að ýmsir
fuglar lægju í dvala á veturna. í Danmörku var þetta t. d.
haldið um vepjuna, gaukinn, svöluna (hirundo rustica) og
fleiri tegundir. Á íslandi var talið að steindepillinn og krían
lægju í dvala frá krossmessu á haustin til krossmessu á vorin.
Á Norðurlandi töldu menn að skógarþrösturinn væri á vet-
urna í álögum, sem meinuðu honum landvist.
I ferðabók þeirra Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar
(Rejse igennem Island, 1772), er sagt frá því, að steindep-
illinn geti valdið miklu tjóni með því að hlaupa undir kýr og
ær, en nokkrum árum seinna (1786) mótmælir þó Mohr þessu
í náttúrufræði sinni.
í ferðabók sinni (Nachrichten von Island, Groenland und
der Strasse Davis 1746), nefnir Johann Anderson þá alkunnu
þjóðtrú, að ef lögð sé spíta í æðarfuglshreiður, haldi kollan
áfram að verpa eggjum þangað til spítan sé hulin. Hann segir:
,,Um æðarfuglinn hefur mér verið sagt það, að hann geti brugð-
ið út af venju, ef maður láti spítu, sem sé um hálf alin á lengd,
í mitt hreiðrið (og það kvað margir gera, til þess að fá sem
2*