Náttúrufræðingurinn - 1938, Blaðsíða 33
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 27
iiimiiiiimiiiiimmmiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiinniiimiimmimimimmiiiimiimimmimiiiiimiiiimiiiimmiiimmimim
Skýrsla þeirra* er að mestu heimild mín um staðháttu og hlaupið
sjálft.
Hagavatn fyllir dæld þá, sem takmarkast af Fagradalsfjalli að
landsunnan, hraundyngjunni Lanibahrauni að útsunnan og vestan,
Langjökli sjálfum með Hagafjalli að norðan, og að austan af
skriðjökli einum, sem gengur niður frá meginjöklinum ofan að
Fagradalsfjalli og lokar þannig fyrir skarðið, sem þar væri annars
á milli. Pessum skriðjökli og Hagavatni svipar því ekki lítið til
Rembesdalsskákarinnar og Demmevatns. Yfirborð Hagavatns liggur
mjög mishátt, og fyrir hlaupið höfðu kunnugir menn tekið eftir
því, að það hækkaði ár frá ári. En Hagavatn hefur sitt hámark
eins og Demmevatn, og er það ætlun mín, að því hafi verið náð,
þegar vatnið brauzt út undan jöklinum 16. ág. 1929. Hagavatn
tæmdist sanit ekki gegnum undirgöng undir jöklinum, eins og
Denimevatn gerði. Ef til vill brauzt fyrsta hlaupgusan þannig út,
en síðan brotnaði þakið og flaut einnig fram.
Pegar þeir félagar, Björn, Tryggvi og Rorsteinn komu á vettvang
eftir hlaupið, var eins og skorin hefði verið burt rönd framan af
jöklifium, þar sem hann lá upp að Fagradalsfjalli, svo að þar var
orðin víð útrás úr vatninu, milli fjallsins og þess sem eftir var af
jöklinum. Vatnið hafði fjarað um 9—10 m. Jökulendinn, sem af
brotnaði, gizkuðu þeir á, að hefði verið 15—20 m. hár eða þykkur
og 300—400 m. breiður.
Hagavatn er áætlað um 20—25 km2 að flatarmáli, svo að eftir
því hafa um 200 milljónir m3 af vatni flotið fram í hlaupinu. Það
er nærri tífallt meira en í Demmevatnshlaupinu.
Nærri liggur að ætla, að allra yzt, þ. e. næst Fagradalsfjalli, hafi
jökulendinn verið nokkru lægri en þeir 15—20 m., sem þeir félag-
ar töldu (meðal)hæð hans, sennilega aðeins 10—13 m. Þar hafi
hann því tekið að lyftast, þegar vatnið náði hámarkinu; þannig hafi
útstreymið byrjað — fyrst undir jökulinn, en síðan hafi rásin víkk-
að, með því að flaumurinn bæði sprengdi þakið af og braut úr ís-
veggnum til annarar hliðarinnar. Farvegurinn, sem þannig mynd-
aðist úr vatninu, var um 50 m. breiður. Hann Iá austur með norð-
urhlíð Fagradalsfjalls, og norðan að honum var brotsárið í skrið-
jöklinum lóðréttur íshamar, 300 m. langur og 10—20 m. hár.
Tvisvar áður hafa orðið hlaup úr Hagavatni í manna minnum.
Fyrst árið 1884 og svo 1902, bæði(?) snemma í septembermánuði.
* Morgunblaðið 28. ágúst 1929.