Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1938, Blaðsíða 44

Náttúrufræðingurinn - 1938, Blaðsíða 44
38 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN IIIIIIIIIIIIMIIII lllllllllllllllllllllllllllllllll IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIII Dr. Dannmeyer hefir ritað nokkuð um mælingar sínar í „Deutsche Islandforschung 1930, Band II“, bls. 73—87. II. Sólskinsstundir. Veðurfar eða loftslag á tilteknu svæði eða einstökum stað er oftast miðað við meðaltöl af hita, úrkomu og veðurhæð. Þar við má bæta sólargangi og sólfari, þ. e. hve lengi sólar nýtur að jafn- aði á árstíð hverri og yfir árið í heild. Sólargangur fer vitanlega eftir hnattstöðu og landslagi, þ. e. hve lengi sólin getur verið yfir sjóndeildarhring á ýmsum árstíðum. Sólfarið fer eftir því, hve oft og lengi sést til sólar, þegar hún er ,,á lofti“. Það fer mjög eftir skýjahulu, og má út frá henni nokkuð reikna út sólfarið í mánuði hverjum. Miklu öruggara er þó að mæla, hve lengi sólin skín á hverjum degi yfir allt árið. Sólskinsstundir eru venjulega mældar með því að láta geisla sólarinnar falla á hnöttótta glerkúlu, sem safnar þeim í einn brennidepil á dökkleitan pappír. Geislinn brennir þá rauf í papp- írinn, þegar sólskin er. Þó getur sólskinið verið svo dauft, þegar mikil móða er 1 loftinu eða sólin mjög lágt á lofti, að það taki ekki á pappírinn. Sólskinsstundir hafa verið mældar á þennan hátt á Veður- stofunni í Reykjavík síðan 1923. Áður hafði sólskin verið mælt á Vífilsstöðum árin 1920—22. Þá er sólskinsmælir á Akureyri og mælingar þaðan reglu- bundnar síðan árið 1928. Loks hefir Hákon bóndi Finnsson á Borgum í Hornafirði ,,talið saman“ sólskinsstundir á degi hverjum heima hjá sér í full 16 ár samfleytt. Hákon hefir ekki haft neinn sólskinsmæli og fáir hafa vitað um þessar athuganir hans, enda mun það vera eins- dæmi, að einyrki taki slíkar rannsóknir upp af eigin hvötum og haldi þeim áfram óslitið um langt árabil. Til þess að bjarga þess- um athugunum frá gleymsku og glötun, er sólskinstafla Hákonar prentuð hér í heild, eins og hann hefir að mestu sjálfur gengið frá henni, yfir árin 1922—1937. Þar er tilgreint hve marga daga í hverjum mánuði hefir sézt til sólar og hve margar sólskinsstundir hafa samtals orðið yfir mánuðinn. Þá eru tilsvarandi tölur fyrir hvert ár og meðaltal sólskinsstunda í hverjum mánuði samkvæmt þessum 16 ára athugunum. Að lokum eru svo athuganir Hákonar bornar saman við tilsvarandi mælingar í Reykjavík og á Akureyri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.