Náttúrufræðingurinn - 1938, Blaðsíða 13
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 7
llllllllllilllllllllMHIIIIIIIIIIIIIIIllllllllllllllllllllllilllllllllllllllllllllllllllUlllllMIIHIUIIillMinillilllllllllllllllllllllllllillllllllHIIUI
4. mynd. J. Á. 1936
Röndin við Kópasker. Leirinn og jökulurðin ofan á sjást greinilega.
marinus). Jaxlinn, sem er mið-hnúðjaxl úr neðri góm vinstra
megin, er mér vitanlega fyrstu spendýrsleifarnar, sem þekkjast
úr jarðlögum frá jökultíma hér á landi. Því þó hér sé ekki um
jafnstæðilegar pleistocenar-myndanir að ræða og lýst hefir verið
frá Breiðuvík og Búlandshöfða, er enginn vafi á, að jöklar hafa
skriðið hér yfir eftir að sjávarleirinn hlóðst upp. Ef til vill hefir
þessi urð, sem ofan á leirnum liggur, ekizt saman undan
einangruðum jökli ofan af hálendi Sléttunnar. Þó virðist senni-
legra, að hér ræði um verksummerki virkilegs ísaldarskeiðs, því
að álíta verður, að þegar jöklar vaxa á þessum slóðum, sé landið
meira en að litlu leyti jökli hulið.
í Snartastaðanúp norðanverðum og í Rauðanúp hafa fundizt
leifar sæskelja. Ef til vill er þar um að ræða samtíma myndanir
og í Röndinni við Kópasker.
4. Fossvogur við Reykjavík.
Lengi höfðu Fossvogsbakkar verið misskildir, þegar loks Helgi
Péturss las úr þeim sannleikann (6). Áður voru þeir taldir myndaðir
eftir lok jökultímans, en hann sýndi mönnum fram á, að þeir voru
pleistocenir og að í þeim voru fólgnar merkilegar upplýsingar