Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1938, Blaðsíða 35

Náttúrufræðingurinn - 1938, Blaðsíða 35
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 29 ...............................................................Illllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllillllllllll mikið er hægt að fullyrða, að — ef hæðarlínurnar eru réttar — þurfa þau ekki að vera lengri en 300 m., til þess að halda vatninu í þeirri hæð, sem það var í þegar landið var mælt*, en að öllum líkindum duga niiklu styttri göng. Vera má, að skarðið sé ekki hærra en svo, að opinn skurður væri kostnaðarminni en jarðgöng. Til samanburðar má geta þess, að göngin, sem ræsa fram Demme- vatn, eru um 400 m. löng. Norðmenn virðast nú samt strax ætla að hefjast handa og grafa ný göng, þar sem hin gömlu duga ekki lengur, til þess að bjarga Simadalnum undan fleiri flóðum. Pykir mér þó ólíklegt, að meira verðmæti liggi undir skemmdum af völd- um Demmevatnshlaupanna en Hagavatnshlaupanna. Ég liefi því miður aldrei komið að Hagavatni, og heimild mín um það er að mestu frásagnir glöggra sjónarvotta og kort herfr. Á komanda sumri verða þó vonandi tök á að kanna það nokkru nánar. Hagavatn og nágrenni þess er vafalaust stórmerkilegt fyrir jarðfræði og landafræði íslands, en hefur ómaklega orðið útundan og afskipt af náttúrufræðingum. Auk þess er ekki ósennilegt, að könnun þess leiði í ljós, að hægt sé, með tiltölulega litlum kostn- aði, að koma í veg fyrir, að jökulflóð belji enn á ný yfir engjar Tungnamanna um hásláttinn, sópi burt heyi þeirra og hylji slægj- urnar þykkri jökulleðju, renni inn í hlöður, brjóti brýr og vegi o. s. frv. 2. Grænalón. Skeiðarárjökull er ekkert fjall, og ætti að vera óþarfi að taka það fram. Ég geri það því aðeins, að á þeim íslandskortum, sem mest eru notuð í skólum um allt land, er hann sýndur þannig, jafnvel þó að kortin séu ekki eldri en frá árinu 1928. Skeiðarárjökull er geysimikill skriðjökull, sem gengur suður úr Vatnajökli, fram á milli hrikalegra fjallaklasa, og nær alveg ofan á láglendi á Skeiðar- ársandi. Inn í fjalllendið vestan jökuls skerst dalur einn að austan- verðu. Skeiðarárjökull lokar dalmynninu, sem annars væri opið til austurs. Dalurinn fyllist því af vatni, og þetta vatn er Grœnalön. Þegar vatnsstæðið er fullt, hefur það afrennsli til suðurs um skarð, sem þar er milli fjallanna. Staðhættir kringum Orænalón sjást bezt á korti Trausta Einarssonar, eftir mælingum hans vorið 1935**. * Landmælingin fór fram 1908. Þá var Hagavatn óstíflað af jökli, og því eins lágt í því og orðið getur. "* Rit Vísindafélags íslendinga XVIII, Rvík 1936.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.