Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1938, Blaðsíða 12

Náttúrufræðingurinn - 1938, Blaðsíða 12
6 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll.Illllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll efnin gersamlega ólagskipt og kornin frá fínum leir og upp í stór- grýti, allt að því 1 m í þvermál. ísrákaðir steinar finnast, en eru sjaldgæfir. Hvort hér er um eina eða fleiri urðir að ræða, verður látið ósagt. Víða í þessum gömlu jökulurðum finnast surtarbrands- flísar og móbergshnullungar, sem auðþekkt er að borizt hafa sunn- an frá plíósenumyndununum vestan á Tjörnesi. Þegar út undir Breiðuvíkurlæk kemur, verða bakkarnir úr hrein- um leirsteini, sem hvílir ofan á völuberginu í vesturbökkunum, og hlýtur því að vera yngri en hinar umræddu jökulurðir. Leirstein þennan er hægt að rekja óslitið, unz hann hverfur í sjó austast í víkinni. En þar, ofan til í leirnum, koma fram völubergslög, og ofan á honum liggur ísnúið grágrýti. (Sjá mynd 4.) Jarðlagaskipun þessara bakka ber það með sér, eins og henni hefir verið lýst hér, og hún hefir komið mér fyrir sjónir, að bakk- arnir eru pleistócenir. En það, sem tekur af öll tvímæli um aldur bakkanna, er jökultoddan, sem áður er getið, að fundizt hafi neð- antil í leirsteinslaginu (í horisont 9, G. G. B. (4)). Ofar í molabergsmynduninni finnst jökultoddan ekki, en í hennar stað ýmsar aðrar tegundir og það einkum eindregnar hlýsjávarteg- undir, eins og nákuðungur og kúskel o. fl. Úr Breiðuvíkurlögun- um verður því lesin svipuð veðurfarsbreyting og úr Búlands- höfðalögunum. 3. Röndin við Kópasker. Suður frá Kópaskeri er ströndin á nálega 0.7 km löngum parti þverhnýpt. Ná þessir bakkar frá kauptúninu og suður undir Snartastaðalæk. Hæð bakkanna allra er um 4—5 m yfir fjöru. Lagskipun þeirra er þessi, talið neðan frá og upp eftir: a. Svartblár, illa lagskiptur leir með skeljum, fáum heilum, en þó finnast heilar samlokur. b. Jökulurð, með mjög greinilega ísnúnum steinum. I þessari urð er töluvert af skeljabrotum. c. Sendið völuberg, sem hvílir ofan á urðinni, sumstaðar lag- skipt. Það er auðséð, að leirinn (a), sem gægist hér upp úr fjörunni, er gömul sæmyndun, en þessi efsti hluti lagsins, sem til sést, hefir raskazt af jökulurðinni, sem ofan á hefir hrúgazt. Skeljar þær, sem safnað var, eru allar af Saxicava arctica, Linné, en auk þess brot af fleiri tegundum, t. d. Mya sp. Ennfremur fannst hér á takmörkum leirs og jökulurðar jaxl úr ísbirni (Ursus
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.