Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1938, Page 12

Náttúrufræðingurinn - 1938, Page 12
6 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll.Illllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll efnin gersamlega ólagskipt og kornin frá fínum leir og upp í stór- grýti, allt að því 1 m í þvermál. ísrákaðir steinar finnast, en eru sjaldgæfir. Hvort hér er um eina eða fleiri urðir að ræða, verður látið ósagt. Víða í þessum gömlu jökulurðum finnast surtarbrands- flísar og móbergshnullungar, sem auðþekkt er að borizt hafa sunn- an frá plíósenumyndununum vestan á Tjörnesi. Þegar út undir Breiðuvíkurlæk kemur, verða bakkarnir úr hrein- um leirsteini, sem hvílir ofan á völuberginu í vesturbökkunum, og hlýtur því að vera yngri en hinar umræddu jökulurðir. Leirstein þennan er hægt að rekja óslitið, unz hann hverfur í sjó austast í víkinni. En þar, ofan til í leirnum, koma fram völubergslög, og ofan á honum liggur ísnúið grágrýti. (Sjá mynd 4.) Jarðlagaskipun þessara bakka ber það með sér, eins og henni hefir verið lýst hér, og hún hefir komið mér fyrir sjónir, að bakk- arnir eru pleistócenir. En það, sem tekur af öll tvímæli um aldur bakkanna, er jökultoddan, sem áður er getið, að fundizt hafi neð- antil í leirsteinslaginu (í horisont 9, G. G. B. (4)). Ofar í molabergsmynduninni finnst jökultoddan ekki, en í hennar stað ýmsar aðrar tegundir og það einkum eindregnar hlýsjávarteg- undir, eins og nákuðungur og kúskel o. fl. Úr Breiðuvíkurlögun- um verður því lesin svipuð veðurfarsbreyting og úr Búlands- höfðalögunum. 3. Röndin við Kópasker. Suður frá Kópaskeri er ströndin á nálega 0.7 km löngum parti þverhnýpt. Ná þessir bakkar frá kauptúninu og suður undir Snartastaðalæk. Hæð bakkanna allra er um 4—5 m yfir fjöru. Lagskipun þeirra er þessi, talið neðan frá og upp eftir: a. Svartblár, illa lagskiptur leir með skeljum, fáum heilum, en þó finnast heilar samlokur. b. Jökulurð, með mjög greinilega ísnúnum steinum. I þessari urð er töluvert af skeljabrotum. c. Sendið völuberg, sem hvílir ofan á urðinni, sumstaðar lag- skipt. Það er auðséð, að leirinn (a), sem gægist hér upp úr fjörunni, er gömul sæmyndun, en þessi efsti hluti lagsins, sem til sést, hefir raskazt af jökulurðinni, sem ofan á hefir hrúgazt. Skeljar þær, sem safnað var, eru allar af Saxicava arctica, Linné, en auk þess brot af fleiri tegundum, t. d. Mya sp. Ennfremur fannst hér á takmörkum leirs og jökulurðar jaxl úr ísbirni (Ursus

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.