Náttúrufræðingurinn - 1938, Blaðsíða 17
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
11
mmmiiiiiimiimmiimiimmiiiiiiiiiiimimiiiiiimmiiiiiimiiimiiiiimiimiiimimiiiiiiiiiimiiimiiimiiiimiimiimiiiiiiiiiii
8. mynd. J. Á. 1837
Skeljalagið í Brimlárhöfða (D.). Greinilega sést hvernig skeljarnar liggja í
leirnum. Einnig sjást steinvölur á víð og dreif í laginu.
þessa eina fjalls að dæma væri því hugsanlegt, að lagið með
skeljunum í hefði myndazt, þegar jöklarnir voru í fyrsta sinni að
leggja landið undir sig. En þegar bygging Brimlárhöfða er borin
saman við önnur fjöll norðan á nesinu, þar sem yfirborð hins
tertiæra basalts er greinilega ísnúið, eins og í Skerðingsstaða-
fjalli, Búlandshöfða og í fjallinu fyrir ofan Mávahlíð, verður
ljóst, að svo er ekki. Jökultíminn er þegar hafinn, og skriðjöklar
hafa náð út til strandanna, áður en sædýrin í jarðlagi D lifðu.
Þau hafa lifað samtímis og sjávardýrin, sem áður var lýst frá
eldri sæmyndun Búlandshöfða, þegar sjór var svellkaldur við
strendur landsins.
Blaðförin, sem finnast efst í leirsteinslaginu H, eru enn ekki
ákvörðuð til hlítar. Flest virðast vera af víðitegundum. Mig brest-
ur þurrkaðar plöntur til samanburðar við ákvörðunina, en ríkis-
jarðfræðingur dr. Ragnar Sandegren í Stokkhólmi, sem athugað
hefir sumt af sýnishornum þeim, er ég safnaði úr laginu, skrifar
mér, að „största delen av bladavtrycken synas tillhöra sláktet
Salix (flera olika arter). Vidare finnas ett par blad som till form
och nervatur páminna om vor svenska Alnus incana“.