Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1938, Blaðsíða 52

Náttúrufræðingurinn - 1938, Blaðsíða 52
4é NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinmiiiiiii iii iii iii 11111111111111111111111 iliiliiiiint atriðum þessara fræða, og ýmsum niðurstöðum þeirra, en fyrst verðum við að gera okkur ljóst, á hvaða forsendum allar þær rannsóknir byggjast, sem þetta efni snerta. Til þess að öðlast skilning um heimkynni einhverrar tegundar, eins og það er núna, og útbreiðslu hennar á liðnum tímum, verðum við að vita, í fyrsta lagi, hvaða skilyrði tegundin krefst til þess að geta lifað, í öðru lagi, hvaða möguleika hún hefur til þess að geta dreifzt og lagt undir sig lönd, og loks, hverjar þær tálmanir eru helztar, sem hún fær ekki yfirstigið í viðleitni sinni til þess að auka heim- kynni sitt. Skilningur á þessum atriðum er nauðsynleg undir- staða undir allri þekkingu á útbreiðslu dýranna, og þessvegna skal ég byrja á því að fara nokkrum orðum um þau. II. Fæðan. Eitt af þeim skilyrðum, sem verða að vera fyrir hendi á einhverjum stað, þar sem eitthvað dýr á að geta þrifizt, er nægi- leg fæða, sem hæfir dýrinu. í þessu tilliti standa dýrin mjög ólíkt að vígi. Til eru þau dýr, einkum meðal hinna ófullkomnustu, sem lifað geta í mold, við köllum þær moldarætur, til eru sjáv- ardýr, hinar svonefndu leirætur, sem geta lifað á leir, enda geta þessi dýr þrifizt, fæðunnar vegna, hvar sem mold eða leir er fyrir hendi. Þá eru grasæturnar, sem lifa á fæðu úr jurtaríkinu, og kjötæturnar, sem lifa á öðrum dýrum. Ennfremur eru til tegundir, sem geta lagt sér til munns svo að segja allt það, sem tönn á festir, þær eru nefndar alætur, en á hinn bóginn eru tegundir, einkum meðal skordýraætanna, sem einungis geta lif- að á sérstakri fæðu, til dæmis sérstakri tegund skordýra, slíkar tegundir mætti nefna einætur. Beri maður saman einætur og alætur, verður það Ijóst, hversu mikla þýðingu það hefur fyrir útbreiðslu dýranna, hvaða kröfur þær gera til fæðunnar. Komi eitthvert dýr á nýjan stað, skiptir það vitanlega miklu máli um afkomu þess, hvort það er til dæmis einæta eða alæta, því al- ætan hefur langtum betri skilyrði til þess að finna nægilega fæðu en önnur tegund, sem einskorðuð er við fábreytt mataræði, en einmitt það getur ráðið úrslitum um það hvort tegundin held- ur velli á nýja staðnum, eða verður að láta lífið. Það er engum vafa undirorpið, að mataræði dýranna hefur mjög mikla þýð- ingu fyrir landvinninga þeirra, en þó er þess að gæta, að dýr geta breytt lifnaðarháttum, og þar með mataræði. Gott dæmi um það er páfagaukur nokkur, sem á heima á Nýja-Sjálandi. Áður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.