Náttúrufræðingurinn - 1938, Blaðsíða 37
NÁTTÚRUFRÆÐINGÚRINN
31
iiliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii
ið áfram að tæmast og tæmast í botn, vatnið hafi streymt upp á
móti fyrir einskonar sogpípuverkun.
Þessi tilgáta er að mínu áliti fráleit.
Fyrst og fremst getur sogpípuverkun ekki lyft vatni nema um 10
m. hæð við venjulega loftvogarstöðu. 1 atm. loftþrýstingur (760
mm. Hg.) vegur aðeins á móti 10,3 m. hárri vatnssúlu, jafnvel þó
að yfir henni sé algerlega lofttómt. Og því skyldi þykkt Skeiðarár-
jökuls ekki eins geta verið 300 m. og 290 m.?
í öðru lagi er jökulís ekki svo loftþéttur, að í honum geti hald-
izt hol með verulega minna loftþrýstingi en ríkir úti undir berum
himni.
Skoðun mín er sú, að orsök Grænalónshlaupsins sé alveg sú
sama og Rosendahl telur vera orsök Demmevatnshlaupsins — og ég
œtla, að gildi einnig um Hagavatn: Jökullinn lyftist þegar vatnið
hefur hœkkað (eða jökullinn lœkkað) svo, að fleytiafl vatnsins verð-
ur meira en þyngd jökulsins.
Eftir hæðartölum og línum á korti Trausta Einarssonar, virðist
jökulstíflan, sem hlaupið hefur brotizt undir, vera að minnsta kosti
40 m. hærri en vatnsyfirborðið, þegar lónið er fullt. En að líkind-
um er hæðarmunurinn miklu — ef til vill meira en helmingi
meiri. Úað fer eftir því, hvar hlauprásin liggur undir jöklinum.
í fljótu bragði virðist þessi mikli hæðarmunur mótmæla skoðun
minni. Pví að ef 200 m. djúpt vatn á að geta fleytt 250 m. þykk-
um jökli, má jökullinn í mesta lagi hafa eðlisþyngdina 0,8. En
hvorttveggja er, að hæðarmunurinn virðist vera meiri og eins munu
margir ætla, að eðlisþyngd jökulsins sé meiri.
Reyndar er sennilegt, að þarna uppi í um 750 m. hæð y. s., þ.
e. uppi undir snælínu, sé eðlisdyngd jökulsins tiltölulega lítil. Eftir
rannsóknum Ahlmanns á Vatnajökli vorið 1936*, varð aðeins um
Va 1. vatns úr 1 I. hjarnsins frá tveim síðustu árum. P. e. a. s.,
þurrt hjarn hefur aðeins hálfa eðlisþyngd á við vatn. Að sjálfsögðu
svipar skriðjöklinum miklu meira til íss en hjarns, en þó ætla ég,
að nokkuð sé eftir af hjarneðli hans, svo skammt undir snælínu.
Ennfremur mun Skeiðarárjökull vera mjög hlaðinn ösku og vikri
eftir eldgos, sem þyngir hann niður. Að öllu samanlögðu tel ég
mjög hæpið, að léttleiki jökulsins einn geti skýrt það, að Græna-
lón megnar að fleyta honum upp.
* H. W:son Ahlmann: Pá skidor ocli till hást i Vatnajökulls rike. Stock-
holm 1936.