Náttúrufræðingurinn - 1938, Blaðsíða 51
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
45
iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmiiiimiiimmimmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuig
einstöku menn, eins og til dæmis Frakkinn Agassiz, að skipta
heiminum niður í dýraríki, eins og^ hann kallaði það, eftir því
hvaða dýrategundir voru yfirgnæfandi eða sérkennilegar á þess-
um og þessum stað. Mið-Ameríku og Vesturindíur nefndi hann
til dæmis landkrabbaríkið, eyjarnar í Kyrrahafinu kóralríkið,
og þannig fram eftir götunum. Annar fræðimaður, Schmarda
að nafni, taldi þó víst, að hvert dýraríki hefði átt sjálfstætt
sköpunarhverfi, en þaðan hefðu svo tegundirnar dreifzt um allt
ríkið, enda var það almenn skoðun, þegar Schmarda skrifaði
bók sína um þetta efni, um miðbik síðustu aldar. Áður en þessir
menn komu til sögunnar, höfðu þó ýmsir fengizt við að skýra
sambandið á milli útlits og gerðar dýranna annarsvegar, og um-
hverfisins, eða kjaranna, sem dýrið átti við að búa, hinsvegar.
Þetta gat nú tæplega kallazt útbreiðslufræði, heldur undirstöðu-
atriði undir þá fræðigrein. Og svo komu þróunarkenningarnar
til sögunnar. Þá hættu menn að trúa því, að hver tegund væri
sköpuð fyrir sig, og á þeim stað, þar sem hún lifir nú, heldur
varð sú skoðun efst á baugi, að hver sú tegund, sem nú er til,
hefði smáþroskazt út frá öðrum, vanalega ófullkomnari tegund-
um, en þá lá sú spurning beint fyrir, hversvegna sama tegundin
lifði stundum á tveimur fjarlægum stöðum, aðskildum af tor-
færum, sem voru henni ófærar. Smátt og smátt bættist ráðgáta
á ráðgátu ofan, og brátt var farið að rannsaka útbreiðslu dýra-
tegundanna betur en áður hafði verið gert; útbreiðslufræðin
varð að vísindagrein. Faðir útbreiðslufræði dýranna er Englend-
ingurinn Alfred Russell Wallace. Hann skrifaði bók um út-
breiðslu og heimkynni dýranna árið 1876, og aðra nokkuð seinna
um sama efni. Hann safnaði saman allri þeirri þekkingu, sem
menn höfðu þá á þessu sviði og í síðari bókinni lagði hann sér-
staklega fyrir sig dýralífið á ýmsum eyjum. Hann entist einnig
til þess að fást við eitthvert hið þýðingarmesta efni dýra-landa-
fræðinnar eða útbreiðslufræðinnar, nefnilega það, hvernig af-
staða láðs og lagar hefði verið á umliðnum öldum, því einmitt
á því hvílir það, hvernig útbreiðsla dýrategundanna er nú.
Eins og nú standa sakir, eru fræðin um útbreiðslu dýranna,
landafræði dýranna, eða útbreiðslufræðin, eins og við getum
kallað það, orðin að sérstakri vísindagrein. Lítið mun hafa ver-
ið ritað eða rætt um hana á íslenzku, og stöndum við þar að baki
nágrannaþjóðum vorum, eins og í svo mörgu öðru, sem snertir
náttúruvísindin. Hér mun ég gera tilraun til að skýra frá helztu