Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 01.04.1938, Blaðsíða 26

Náttúrufræðingurinn - 01.04.1938, Blaðsíða 26
26 NATTURUFRÆÐINGURINN IIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII1IIIIMIIIIIIIIII1IIIII1IIIIIIIIIMII1IIIIIIIIIIIIIIIIIII1IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIMIIIIIII Gömlu jarðgöngin eru nú gagnslaus. Nú má sjá fyrir nýtt hlaup, undir eins og vatnið nær sömu hæð og það var í, í sumar fyrir hlaupið. Eftir stærð aðrennslissvæðis og úrkomumagni, og rúmmáli vatnsstæðisins hefur ntí verið reiknað út, að h. u. b. einu ári eftir að jökullinn verður aftur vatnsheidur og vatnsstæðið tekur að fyll- ast, verði hámarkinu náð. Ef útrás vatnsins undir jökulinn stíflast — eða hefur stíflast — í vetur (um það hef ég ekki frétt), má þvi búast við næsta hlaupi sumarið 1939. Nú bollaleggja Norðmenn að grafa ný framræzlugöng, lægri en hin fyrri. Með því má koma í veg fyrir, að vatnið nái sínu núverandi hámarki og bjarga þannig Simadalnum úr nýjum voða. Nú treysta þeir sér til að ljúka verk- inu fyrir hinn hættulega tíma, ágústbyrjun 1939. Gömlu göngin virðast vera um 400 m. löng, eftir kortinu að dæma. Hin nýju hljóta að sjálfsögðu að verða eitthvað lengri. II. Á íslandi er fjöldi jökullóna eða jökulstíflaðra vatna og úr sum- um þeirra koma hlaup með mjög svipuðum hætti og úr Demme- vatni, en oft margfallt stórkostlegri. Tökum til dæmis Hagavatn sunnan undir Langajökli og Qrœnalón við vesturjaðar Skeiðárjökuls. /. Hagavatn. Úr Hagavatni kom mikið hlaup aðfaranótt föstudagsins 16. ágúst 1929. HIjóp það ofan Far og fram í Sandvatn. Þar hefur dregið mjög úr afli þess, því að kringum Sandvatn eru víðáttumiklar lágar sandeyrar, sem flóðið dreifðist yfir. Þaðan rann ein kvísl austur í Hvítá og olli foráttuvexti í henni, svo að mjög lá nærri, að tæki af gömlu brdna á Bníarhlöðum. En aðalhlaupið hélt ofan Ár- brandsá, sem kemur úr Sandvatni, og fram í Tungufljót. Tungu- fljótsbrúin á gömlu leiðinni milli Gullfoss og Geysis sópaðist burt og fljótið flæddi yfir miklar engjaspildur í Biskupstungum og olli stórskemdum á heyi og slægjum. Mörg hundruð hestar af heyi skoluðust burt og hnédjúp jökulleðja huldi grösugar engjar og breytti þeim í svart flag, þar sem hlaupið fór yfir. Hvítá óx einn- ig að miklum mun fyrir neðan Tungufljótsmynni, og olli sá vöxtur líka nokkru tjóni. Eftir hlaupið fóru nokkrir menn inn að Hagavatni, til þess að kanna upptök hlaupsins. Þar á meðal voru, Björn Ólafsson, Tryggvi Magnússon og Þorsteinn Þórarinsson frá Drumboddsstöðum.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.