Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1938, Side 44

Náttúrufræðingurinn - 1938, Side 44
38 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN IIIIIIIIIIIIMIIII lllllllllllllllllllllllllllllllll IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIII Dr. Dannmeyer hefir ritað nokkuð um mælingar sínar í „Deutsche Islandforschung 1930, Band II“, bls. 73—87. II. Sólskinsstundir. Veðurfar eða loftslag á tilteknu svæði eða einstökum stað er oftast miðað við meðaltöl af hita, úrkomu og veðurhæð. Þar við má bæta sólargangi og sólfari, þ. e. hve lengi sólar nýtur að jafn- aði á árstíð hverri og yfir árið í heild. Sólargangur fer vitanlega eftir hnattstöðu og landslagi, þ. e. hve lengi sólin getur verið yfir sjóndeildarhring á ýmsum árstíðum. Sólfarið fer eftir því, hve oft og lengi sést til sólar, þegar hún er ,,á lofti“. Það fer mjög eftir skýjahulu, og má út frá henni nokkuð reikna út sólfarið í mánuði hverjum. Miklu öruggara er þó að mæla, hve lengi sólin skín á hverjum degi yfir allt árið. Sólskinsstundir eru venjulega mældar með því að láta geisla sólarinnar falla á hnöttótta glerkúlu, sem safnar þeim í einn brennidepil á dökkleitan pappír. Geislinn brennir þá rauf í papp- írinn, þegar sólskin er. Þó getur sólskinið verið svo dauft, þegar mikil móða er 1 loftinu eða sólin mjög lágt á lofti, að það taki ekki á pappírinn. Sólskinsstundir hafa verið mældar á þennan hátt á Veður- stofunni í Reykjavík síðan 1923. Áður hafði sólskin verið mælt á Vífilsstöðum árin 1920—22. Þá er sólskinsmælir á Akureyri og mælingar þaðan reglu- bundnar síðan árið 1928. Loks hefir Hákon bóndi Finnsson á Borgum í Hornafirði ,,talið saman“ sólskinsstundir á degi hverjum heima hjá sér í full 16 ár samfleytt. Hákon hefir ekki haft neinn sólskinsmæli og fáir hafa vitað um þessar athuganir hans, enda mun það vera eins- dæmi, að einyrki taki slíkar rannsóknir upp af eigin hvötum og haldi þeim áfram óslitið um langt árabil. Til þess að bjarga þess- um athugunum frá gleymsku og glötun, er sólskinstafla Hákonar prentuð hér í heild, eins og hann hefir að mestu sjálfur gengið frá henni, yfir árin 1922—1937. Þar er tilgreint hve marga daga í hverjum mánuði hefir sézt til sólar og hve margar sólskinsstundir hafa samtals orðið yfir mánuðinn. Þá eru tilsvarandi tölur fyrir hvert ár og meðaltal sólskinsstunda í hverjum mánuði samkvæmt þessum 16 ára athugunum. Að lokum eru svo athuganir Hákonar bornar saman við tilsvarandi mælingar í Reykjavík og á Akureyri.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.