Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1938, Qupperneq 4

Náttúrufræðingurinn - 1938, Qupperneq 4
130 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN og undirspil þeirra breytilegu viðburða, sem gerst hafa uppi á yfirborðinu, eða á ströndinni, sem að hafinu liggur. Langt niðri í djúpinu eru margir gráir hryggir. Einstöku sinnum skín í hvítan bol eða gula hlið, þarna eru á ferli millj- ónir dýra, það er aðeins ein tegundin af þeim átta hundruð þús- undum, sem dýrafræðingarnir þekkja nú, þessa tegund köllum við þorsk. Við tökum eftir því, að heljarmikil torfa eða ganga af þorski er alveg niðri við botn, en dálítið ofar, ef til vill að- eins örfáum metrum ofar, er önnur torfa. Við nánari aðgæzlu verðum við þess áskynja, að allir fiskarnir í efri torfunni eru hrognfiskar, en allir fiskarnir í neðri torfunni svilfiskar. Út um gotrauf hrognfiskanna í efri torfunni stendur straumur af ör- litlum gagnsæum smákúlum, það er engu líkara en að fiskarnir séu að leika sér að því að blása sápukúlur. Lítið vantar á að kúlurnar séu jafnþungar sjónum, eitthvað svolítið eru þær samt þyngri, og síga því mjög hægt í áttina til botns. Þessar smákúl- ur eru eggin, það eru þær, sem við köllum hrogn á meðan þær hanga saman í kýtunni. Þorskarnir eru að gjóta eða hrygna eins og við köllum það. Sami þorskurinn er marga daga að losna við öll hrognin sín, hann gýtur ekki í striklotu, heldur með hvíldum. Þegar hrygningunni er lokið, hefir hver hrognfiskur, eða kvenfiskur, lagt sinn skerf að mörkum til fimm til tíu millj- óna þorska, svo mörg verða systkinin, ef þeim auðnast að verða að þorskum. Við gerum okkur varla nokkra glögga hugmynd um hve systkinahópurinn er stór, en við skulum reyna að átta okkur dálítið á því með samanburði. Gerum ráð fyrir að einn úr hópnum ætli til Grænlands, og vilji kyssa öll systkini sín í kveðju skyni, áður en hann leggur af stað. Gerum ráð fyrir að hann geti kysst eitt þúsund á hverri klukkustund með því að flýta sér mjög mikið, og vinni tíu klukkustundir á dag, helga daga og rúmhelga. Kveðjan myndi þá taka nákvæmlega tvö ár, ef gert er ráð fyrir að systkinin séu sjö milljónir og þrjú hundr- uð þúsund. Á leið sinni niður um djúpið í áttina til botnsins, mætir eggið heilum skýjum af hvítleitu efni, sem blandast hefir sjónum, það eru svilin, sem torfan við botninn hefir gefið frá sér. Þau eru lítið eitt léttari en sjórinn, og leita því upp. í svilvökvanum eru fjöldamargar þráðlaga smáagnir, sem ekki verða séðar nema í góðri smásjá. Stöðugt eru þessar smáagnir á fleygiferð í gegnum vatnið, alltaf er sami endinn á undan, en hinn orsakar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.